Innlent

"Misnota aðstöðu sína fyrir fjórflokkinn“

Pétur Gunnlaugsson
Pétur Gunnlaugsson
Pétur Gunnlaugsson, formaður hins nýstofnaða Flokks heimilanna, er allt annað en sáttur við að fá ekki sæti í kosningaþætti á Rúv í kvöld. Þetta kemur fram á Eyjunni.

Formenn þeirra níu stjórnmálaflokka sem birt höfðu framboðslista sína mættu í Efstaleitið í kvöld og sátu fyrir svörum. Á sunnudaginn munu fulltrúar annarra flokka, þeirra sem bjóða fram í færri kjördæmum eða höfðu ekki birt lista sína fyrir páska, á sama vettvangi.

„Við viljum ekki vera sett á annan bás. Við mótmæltum þessari tilhögun og þær skýringar sem við fengum eru að okkar mati ófullnægjandi. Við teljum að RÚV sé að misnota aðstöðu sína fyrir fjórflokkinn. Það er ekki þeirra að setja reglur. Framboðsfrestur rennur út 12. apríl og það er engin skylda að skila framboðum fyrir þann tíma. Ef RÚV vill fjalla um kosningarnar fyrir þann tíma þá verður að heimila öllum að taka þátt. Það er bara rökrétt," segir Pétur í samtali við Eyjuna.

Pétur sendi útvarpsstjóra seint í gærkvöldi vegna málsins þar sem hann kom skoðun sinni á framfæri. Í svari frá Rúv kemur hins vegar fram að ekki sé hægt að gera undantekningu fyrir Flokk heimilanna. Öll framboð fái að taka þátt í umræðuþáttum í sjónvarpi og kjördæmaþáttum í útvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×