Innlent

Strætisvagn steyptist fram af brú

Frá vettvangi í nótt
Frá vettvangi í nótt Mynd/AP
Að minnsta kosti sjö fórust þegar strætisvagn steyptist fram af einni af fjölförnustu brúm í Rio De Janerio í Brasilíu í nótt.

Níu eru mikið slasaðir en um fimmtíu sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi.

Strætisvagninn lenti á þakinu eftir að ökumaðurinn missti stjórn á honum. Fallið var um 15 metrar.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á slysinu en brasilíska sjónvarpsstöðin Globo segir að vitni hafi séð bílstjórann rífast við farþega sem borgaði ekki fargjaldið nokkrum sekúndum fyrir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×