Innlent

Ekki vitað um neinar skemmdir vegna skjálftanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Loftmynd af Grímsey.
Loftmynd af Grímsey. Mynd/ Pjetur.
Ekki er vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið vegna skjálftanna í Grímsey í nótt, segir Ragnhildur Hjaltadóttir sem vinnur á skrifstofunni hjá fiskverkuninni þar í sveitarfélaginu. Skjálfti upp á 5,5 varð við Grímsey í nótt. Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa orðið, þar af einn upp á 4,3 sem Grímseyingar fundu vel fyrir í morgun. „Það hristust allar tölvur og allt," segir Ragnhildur um skjálftann í morgun.

Ragnheiður segir að það sé misjafnt eftir því hvernig hús manna eru staðsett hvort fólk hafi tekið skjálftanum. „Við vöknuðum við þennan stóra og svo var einn þarna korteri seinna og það var bara eins og einhverjar hvinur," segir Ragnhildur. Aðrir, eins og til dæmis tengdamóðir sín, hafi ekki fundið neitt. „Manni bregður svona svolítið, það stoppar pínu í manni hjartað, en svo er það ekkert til að æsa sig yfir," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×