Innlent

Réðust á erlendan sjómann

Ráðist var á erlendan sjómann, sem var á gangi í miðborginni á öðrum tímanum í nótt og tilkynnti vitni um árásina.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans og mun meðal annars vera nefbrotinn.

Að sögn vitnis kom bíll akandi að manninum, tveir menn stigu út úr honum og réðust á manninn, en óku að því loknu á brott. Í skeyti lögreglunnar kemur ekki fram hvort vitað sé hverjir árásarmennirnir eru, eða um tildrög árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×