Innlent

Aldursgreina fisk með litarefni

Svavar Hávarðsson skrifar
Aðallega eru hrogn tegundarinnar eftirsótt.
Aðallega eru hrogn tegundarinnar eftirsótt. fréttablaðið/jse
Hafrannsóknastofnun og BioPol Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd standa nú að tilraunum til að merkja grásleppu til að sannreyna aldur þeirra og að afla upplýsinga um gönguhegðun. Þar er að öllu leyti treyst á samstarf við sjómenn.

Segja má að ekki sé til viðurkennd aðferð til að aldursgreina hrognkelsi sem þó er lykilatriði þegar kemur að mati á stofnstærð og mikilvægur þáttur í skilningi á líffræði tegundarinnar. Árið 2012 voru 464 hrognkelsi sprautuð með efni sem litar beinvef þeirra, meðal annars kvarnir þeirra. Þegar og ef eitthvað af þessum fiskum veiðast aftur verður hægt að sannreyna eiginlegan vöxt kvarna fiskanna út frá litarefninu og þannig ákvarða aldur.

Hafró og BioPol hafa í sameiningu fjárfest í 100 rafeindamerkjum sem verða sett á hrognkelsi. Merki sem endurheimtast munu geta veitt upplýsingar um staðsetningu einstakra fiska og því varpað ljósi á gönguhegðun tegundarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×