Innlent

Nýr ráðuneytisstjóri skipaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Thors.
Stefán Thors.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í dag Stefán Thors í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann og Sigríður Auður Arnardóttir, starfandi ráðuneytisstjóri voru talin hæfust. Ráðherra tók að loknum viðtölum ákvörðun um að skipa Stefán Thors í embættið. Stefán á að baki áralangt starf í opinberrri stjórnsýslu. Hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985 og forstjóri Skipulagsstofnunar 1. janúar 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×