Illa reknum fyrirtækjum bjargað á meðan skorið er niður í heilbrigðisþjónustu 2. apríl 2013 12:44 Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir skrifar hvassan ritstjórnarpistil í Læknablaðið sem kom út í mánuðinum, en þar spyr hann hvenær heilbrigðisþjónusta verði að kosningamáli. Þá veltir hann meðal annars fyrir sér hvort heilbrigðisþjónusta vegi ekki jafn þungt og framtíð SpKef og Sjóvár. „Vafalítið er unnt að færa rök fyrir því að bjarga SpKef eða Sjóvá, og ný stjórnarskrá er mörgum heilög vé. Hins vegar skortir umræðu um vægi og vigt, mikilvægi þess að raða málum í forgang. Hvort vegur þyngra styrk og öflug heilbrigðisþjónusta eða framtíð SpKef og Sjóvár?" skrifar Sigurður í Læknablaðið. Hann segir umræðuna, um hvað skiptir máli, ekki fara fram. Til útskýringar segir Sigurður: „Á þeim tíma sem sífellt hefur verið þrengt að heilbrigðisþjónustu hefur illa reknum fjármálastofnunum og tryggingafélögum ítrekað verið komið til bjargar, ákvarðanir teknar um rándýr jarðgöng, nærfellt milljarður lagður til umræðu um nýja stjórnarskrá, málefni sem nú hefur brotlent með nokkrum látum. Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítalann." Sigurður segir að spítalinn sé yfirfullur. Leguplássum á lyflækningadeildum hefur fækkað um 16% frá 2008 og bráðainnlögnum fjölgað um 24% frá 2009. Afleiðingin er meðal annars sú að fólk liggur reglulega á göngum. „Það er einfaldlega þjóðarskömm," skrifar Sigurður ómyrkur í máli. Þá er ljóst að það stefnir í harðvítugar kjarabaráttur starfstétta innan spítalans auk þess sem tækjabúnaður er úreltur og jafnvel hættulegur, „eins og oft hefur verið bent á að undanförnu," skrifar Sigurður. Sigurður lýkur svo grein sinni meðal annars á þessum orðum: „Nú líður að alþingiskosningum og hver vonbiðilinn á fætur öðrum reynir að höfða til okkar kjósenda. Heilbrigðismál hafa aldrei verið kosningamál á Íslandi. Nú þarf að breyta því. Sjónarmiðum heilbrigðisþjónustu þarf að koma á framfæri við þá sem vilja ráða okkar málum. Þeir þurfa að gera grein fyrir því hvort og hvernig þeir vilja efla heilbrigðisþjónustuna á ný og hvaðan fjármunir til þess eigi að koma, hvaða málefni víki fyrir heilbrigðismálum á forgangslista flokkanna." Læknafélögin munu standa fyrir fundi þar sem þessi mál verða rædd við formenn helstu stjórnmálaflokka á næstunni. Hægt er að lesa grein Sigurðar í heild sinni hér. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir skrifar hvassan ritstjórnarpistil í Læknablaðið sem kom út í mánuðinum, en þar spyr hann hvenær heilbrigðisþjónusta verði að kosningamáli. Þá veltir hann meðal annars fyrir sér hvort heilbrigðisþjónusta vegi ekki jafn þungt og framtíð SpKef og Sjóvár. „Vafalítið er unnt að færa rök fyrir því að bjarga SpKef eða Sjóvá, og ný stjórnarskrá er mörgum heilög vé. Hins vegar skortir umræðu um vægi og vigt, mikilvægi þess að raða málum í forgang. Hvort vegur þyngra styrk og öflug heilbrigðisþjónusta eða framtíð SpKef og Sjóvár?" skrifar Sigurður í Læknablaðið. Hann segir umræðuna, um hvað skiptir máli, ekki fara fram. Til útskýringar segir Sigurður: „Á þeim tíma sem sífellt hefur verið þrengt að heilbrigðisþjónustu hefur illa reknum fjármálastofnunum og tryggingafélögum ítrekað verið komið til bjargar, ákvarðanir teknar um rándýr jarðgöng, nærfellt milljarður lagður til umræðu um nýja stjórnarskrá, málefni sem nú hefur brotlent með nokkrum látum. Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítalann." Sigurður segir að spítalinn sé yfirfullur. Leguplássum á lyflækningadeildum hefur fækkað um 16% frá 2008 og bráðainnlögnum fjölgað um 24% frá 2009. Afleiðingin er meðal annars sú að fólk liggur reglulega á göngum. „Það er einfaldlega þjóðarskömm," skrifar Sigurður ómyrkur í máli. Þá er ljóst að það stefnir í harðvítugar kjarabaráttur starfstétta innan spítalans auk þess sem tækjabúnaður er úreltur og jafnvel hættulegur, „eins og oft hefur verið bent á að undanförnu," skrifar Sigurður. Sigurður lýkur svo grein sinni meðal annars á þessum orðum: „Nú líður að alþingiskosningum og hver vonbiðilinn á fætur öðrum reynir að höfða til okkar kjósenda. Heilbrigðismál hafa aldrei verið kosningamál á Íslandi. Nú þarf að breyta því. Sjónarmiðum heilbrigðisþjónustu þarf að koma á framfæri við þá sem vilja ráða okkar málum. Þeir þurfa að gera grein fyrir því hvort og hvernig þeir vilja efla heilbrigðisþjónustuna á ný og hvaðan fjármunir til þess eigi að koma, hvaða málefni víki fyrir heilbrigðismálum á forgangslista flokkanna." Læknafélögin munu standa fyrir fundi þar sem þessi mál verða rædd við formenn helstu stjórnmálaflokka á næstunni. Hægt er að lesa grein Sigurðar í heild sinni hér.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira