Innlent

Flúðu af vettvangi

Tveir menn í mjög annarlegu ástandi voru handteknir í austurborginni undir kvöld í gær, eftir að þeir höfðu valdið þriggja bíla árekstri með því að aka gegn rauðu ljósi í veg fyrir hina bílana.

Eftir áreksturinn tóku þeir til fótanna og flýðu af vettvangi en lögreglan hafði uppi á þeim og vistaði þá í fangageymslum.

Þeir voru auk þess báðir réttindalausir.

Engin mun hafa slasast í árkestrinum , en nokkurt eignatjón hefur að líkindum orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×