Innlent

Stundarkennari á Bifröst ráðherra í Slóveníu

Jernej Pikalo
Jernej Pikalo
Jernej Pikalo, stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2006 var gerður að félags-og menntamálaráðherra Slóveníu í kjölfarið af kosningum þar í landi nú um miðjan marsmánuð.

Í tilkynningu frá Bifröst segir að nýja ríkisstjórnin er sú ellefta í landinu en sú fyrsta sem leidd er af konu, Alenku Bratusek.

Jernej Pikalo hefur verið vinsæll kennari á Bifröst en hann hefur kennt námskeið um hnattvæðingu í svokölluðu HHS námi, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, við Háskólann á Bifröst síðustu árin.

Nýi ráðherrann er 37 ára og er með doktorsgráðu í félagsvísindum og er prófessor við Félagsvísindadeild háskólans í Lubljana. Hann hefur sérhæft sig í að rannsaka áhrif hnattvæðingarinnar og skrifað bækur og haldið fjölda fyrirlestra um rannsóknarsvið sitt. Hann er einnig þekktur í Slóveníu fyrir að vera álitsgjafi í fjölmiðlum.

Rektor Háskólans á Bifröst hefur sent Jernej Pikalo hamingjuóskir með ráðherraembættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×