Innlent

Enn skelfur jörð við Grímsey

Jarðskjálftahrina stendur yfir austur af Grímsey. Skjálfti að stærð 4,5 stig á Richterkvarða mældist þar fimm mínútur yfir ellefu í kvöld.

Stærsti skjálftinn mældist 31,8 kílómetra austsuðaustur af Grímsey á 1,1 kílómetra dýpi. Annar skjálfti, 4,2 á Richter, varð rétt upp úr klukkan 22 í kvöld. Að sögn starfsmanns Veðurstofu Íslands stendur skjálftahrinan yfir.

Skjálftavirkni hefur verið mikil á svæðinu undanfarinn sólarhring. Hér má sjá yfirlit yfir jarðskjálfta undanfarnar 48 klukkustundir.


Tengdar fréttir

Yfir 60 eftirskjálftar við Grímsey

Sterkur jarðskjálfti upp á 5,5 stig varð um eitt leitið í nótt með upptökum um 14 kílómetra austur af Grímsey, og annar upp á 4,1 stig skömmu síðar. Fyrri skjálftinn fannst víða á Norðurlandi, eða allt frá Sauðárkróki í vestur og austur á Raufarhöfn og upp í Mývatnssveit.

Jörð skelfur fyrir norðan - fannst vel á Akureyri

Nokkrir skjálftar hafa mælst fyrir norðan nú í kvöld. Sá stærsti 5.3 stig rétt fyrir klukkan eitt rúma 16 kílómetra austur af Grímsey á svokölluðu Tjörnesbelti samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst vel á Akureyri samkvæmt íbúum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×