Landsliðskona fór af velli vegna mígrenis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2013 23:53 Sigurður Ragnar Eyjólfsson „Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. Faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi ætlar sér að útrýma prófunum, svonefndum píptestum, úr skólakerfinu. Faðirinn hélt að stúlkan væri komin með heilablóðfall en um slæmt mígreniskast reyndist að ræða. „Það getur gerst hvenær sem er og í hvaða íþrótt eða hreyfingu sem er. Og jafnvel ekki við neina hreyfingu. Alveg fyrirvaralaust," segir Sigurður Ragnar um mígrenisköst. Hann telur heldur hart brugðist við ætli faðirinn að beita sér fyrir því að útrýma þrekprófum úr íslenskum grunnskólum. „Mér finnst ekkert veita af því að hafa þrekpróf þegar rannsóknir sýna að ungmenni á Íslandi hreyfa sig svipað mikið og áttrætt fólk. Hreyfing er alltaf að minnka á meðan tölvuafþreying og slíkt er að aukast," segir Sigurður Ragnar. Fólk hreyfi sig minna en áður sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Sigurður Ragnar veltir fyrir sér þeirri pælingu að ungmenni sem standi sig verr í þrekprófum eigi á hættu að verða fyrir einelti. „En það getur væntanlega gerst með öll próf í skólakerfinu. Hvort sem það er enska, stærðfræði, íþróttir eða annað. Ætlum við þá að banna öll próf?" segir Sigurður. Sigurður Ragnar viðurkennir að hafa ekki sett sig sérstaklega inn í einkunnakerfi í grunnskólum. Hann sé því ekki viss hvort tilefni sé til þess að tækla íþróttakennslu á annan hátt en bóklegar greinar. Hann veltir þó upp spurningu: „Færni er mæld í öllum bóklegum greinum. Ensku, stærðfræði, íslensku og hvað er öðruvísi? Vill maður ekki vita hvaða færni maður hefur í sundi og í hverju maður þarf að bæta sig?" Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið í knattpspyrnu undanfarin ár. Í landsleik Íslands og Svíþjóðar á dögunum þurfti Mist Edvardsdóttir að yfirgefa völlinn sökum mígreniskasts. „Eigum við þá að banna henni að spila landsleiki? Ég held við þurfum að horfa á hlutina í víðara samhengi," segir Sigurður Ragnar. Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
„Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. Faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi ætlar sér að útrýma prófunum, svonefndum píptestum, úr skólakerfinu. Faðirinn hélt að stúlkan væri komin með heilablóðfall en um slæmt mígreniskast reyndist að ræða. „Það getur gerst hvenær sem er og í hvaða íþrótt eða hreyfingu sem er. Og jafnvel ekki við neina hreyfingu. Alveg fyrirvaralaust," segir Sigurður Ragnar um mígrenisköst. Hann telur heldur hart brugðist við ætli faðirinn að beita sér fyrir því að útrýma þrekprófum úr íslenskum grunnskólum. „Mér finnst ekkert veita af því að hafa þrekpróf þegar rannsóknir sýna að ungmenni á Íslandi hreyfa sig svipað mikið og áttrætt fólk. Hreyfing er alltaf að minnka á meðan tölvuafþreying og slíkt er að aukast," segir Sigurður Ragnar. Fólk hreyfi sig minna en áður sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Sigurður Ragnar veltir fyrir sér þeirri pælingu að ungmenni sem standi sig verr í þrekprófum eigi á hættu að verða fyrir einelti. „En það getur væntanlega gerst með öll próf í skólakerfinu. Hvort sem það er enska, stærðfræði, íþróttir eða annað. Ætlum við þá að banna öll próf?" segir Sigurður. Sigurður Ragnar viðurkennir að hafa ekki sett sig sérstaklega inn í einkunnakerfi í grunnskólum. Hann sé því ekki viss hvort tilefni sé til þess að tækla íþróttakennslu á annan hátt en bóklegar greinar. Hann veltir þó upp spurningu: „Færni er mæld í öllum bóklegum greinum. Ensku, stærðfræði, íslensku og hvað er öðruvísi? Vill maður ekki vita hvaða færni maður hefur í sundi og í hverju maður þarf að bæta sig?" Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið í knattpspyrnu undanfarin ár. Í landsleik Íslands og Svíþjóðar á dögunum þurfti Mist Edvardsdóttir að yfirgefa völlinn sökum mígreniskasts. „Eigum við þá að banna henni að spila landsleiki? Ég held við þurfum að horfa á hlutina í víðara samhengi," segir Sigurður Ragnar.
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13