Landsliðskona fór af velli vegna mígrenis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2013 23:53 Sigurður Ragnar Eyjólfsson „Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. Faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi ætlar sér að útrýma prófunum, svonefndum píptestum, úr skólakerfinu. Faðirinn hélt að stúlkan væri komin með heilablóðfall en um slæmt mígreniskast reyndist að ræða. „Það getur gerst hvenær sem er og í hvaða íþrótt eða hreyfingu sem er. Og jafnvel ekki við neina hreyfingu. Alveg fyrirvaralaust," segir Sigurður Ragnar um mígrenisköst. Hann telur heldur hart brugðist við ætli faðirinn að beita sér fyrir því að útrýma þrekprófum úr íslenskum grunnskólum. „Mér finnst ekkert veita af því að hafa þrekpróf þegar rannsóknir sýna að ungmenni á Íslandi hreyfa sig svipað mikið og áttrætt fólk. Hreyfing er alltaf að minnka á meðan tölvuafþreying og slíkt er að aukast," segir Sigurður Ragnar. Fólk hreyfi sig minna en áður sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Sigurður Ragnar veltir fyrir sér þeirri pælingu að ungmenni sem standi sig verr í þrekprófum eigi á hættu að verða fyrir einelti. „En það getur væntanlega gerst með öll próf í skólakerfinu. Hvort sem það er enska, stærðfræði, íþróttir eða annað. Ætlum við þá að banna öll próf?" segir Sigurður. Sigurður Ragnar viðurkennir að hafa ekki sett sig sérstaklega inn í einkunnakerfi í grunnskólum. Hann sé því ekki viss hvort tilefni sé til þess að tækla íþróttakennslu á annan hátt en bóklegar greinar. Hann veltir þó upp spurningu: „Færni er mæld í öllum bóklegum greinum. Ensku, stærðfræði, íslensku og hvað er öðruvísi? Vill maður ekki vita hvaða færni maður hefur í sundi og í hverju maður þarf að bæta sig?" Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið í knattpspyrnu undanfarin ár. Í landsleik Íslands og Svíþjóðar á dögunum þurfti Mist Edvardsdóttir að yfirgefa völlinn sökum mígreniskasts. „Eigum við þá að banna henni að spila landsleiki? Ég held við þurfum að horfa á hlutina í víðara samhengi," segir Sigurður Ragnar. Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. Faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi ætlar sér að útrýma prófunum, svonefndum píptestum, úr skólakerfinu. Faðirinn hélt að stúlkan væri komin með heilablóðfall en um slæmt mígreniskast reyndist að ræða. „Það getur gerst hvenær sem er og í hvaða íþrótt eða hreyfingu sem er. Og jafnvel ekki við neina hreyfingu. Alveg fyrirvaralaust," segir Sigurður Ragnar um mígrenisköst. Hann telur heldur hart brugðist við ætli faðirinn að beita sér fyrir því að útrýma þrekprófum úr íslenskum grunnskólum. „Mér finnst ekkert veita af því að hafa þrekpróf þegar rannsóknir sýna að ungmenni á Íslandi hreyfa sig svipað mikið og áttrætt fólk. Hreyfing er alltaf að minnka á meðan tölvuafþreying og slíkt er að aukast," segir Sigurður Ragnar. Fólk hreyfi sig minna en áður sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Sigurður Ragnar veltir fyrir sér þeirri pælingu að ungmenni sem standi sig verr í þrekprófum eigi á hættu að verða fyrir einelti. „En það getur væntanlega gerst með öll próf í skólakerfinu. Hvort sem það er enska, stærðfræði, íþróttir eða annað. Ætlum við þá að banna öll próf?" segir Sigurður. Sigurður Ragnar viðurkennir að hafa ekki sett sig sérstaklega inn í einkunnakerfi í grunnskólum. Hann sé því ekki viss hvort tilefni sé til þess að tækla íþróttakennslu á annan hátt en bóklegar greinar. Hann veltir þó upp spurningu: „Færni er mæld í öllum bóklegum greinum. Ensku, stærðfræði, íslensku og hvað er öðruvísi? Vill maður ekki vita hvaða færni maður hefur í sundi og í hverju maður þarf að bæta sig?" Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið í knattpspyrnu undanfarin ár. Í landsleik Íslands og Svíþjóðar á dögunum þurfti Mist Edvardsdóttir að yfirgefa völlinn sökum mígreniskasts. „Eigum við þá að banna henni að spila landsleiki? Ég held við þurfum að horfa á hlutina í víðara samhengi," segir Sigurður Ragnar.
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13