Fleiri fréttir Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. 5.12.2011 10:55 23 morð á síðustu 13 árum Lagt var hald á um 27 kíló af marijúana á síðasta ári, 11 kíló af amfetamíni og yfir 15 þúsund e-töflur. Þá var einnig lagt hald á rúmlega 9 þúsund stykki af hassplöntum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári voru tilkynnt rúmlega 73.500 brot til lögreglu og heildarfjöldi brota voru færri en árin 2009 og 2008. 5.12.2011 09:51 Tveir teknir með mikið magn af steratöflum á Snæfellsnesi Síðustu tvær helgar hafa lögreglumenn á Snæfellsnesi fylgst sérstaklega með ástandi ökumanna. Leiddi þetta aukna eftirlit til þess að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 5.12.2011 09:46 Ísland heldur áfram að falla niður spillingarlista Transparency Ísland er dottið niður í 13. sætið á lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. 5.12.2011 07:43 Innbrotsþjófur ógnaði öryggisvörðum með kúbeini Innbrotsþjófur ógnaði tveimur öryggisvörðum með kúbeini, þegar þeir stóðu hann að verki við innbrot í verkstæði við Sefgarða á Seltjarnarnesi í nótt. 5.12.2011 07:41 Dópaður og réttindalaus ökumaður á 147 km hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann eftir að hafa mælt bíl hans á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Arnarnesbrúnna um klukkan hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, reyndist auk þess réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. 5.12.2011 07:39 Björgunarsveit aðstoðaði ökumann á Kleifaheiði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða ökumann, sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Kleifaheiði á Vestfjörðum í gærkvöldi. Ökuaðurinn slapp ómeiddur og gekk leiðangurinn vel. 5.12.2011 07:22 Þættir brutu blað í fjölmiðlun Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín um helgina, á Alþjóðadegi fatlaðra, í fimmta sinn. Í flokki einstaklinga fékk Bergþór Grétar Böðvarsson viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi og Hestamannafélagið Hörður fékk verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Loks hlaut sjónvarpsþátturinn Með okkar augum viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í dagskrárgerð. 5.12.2011 07:15 Þorskur og ýsa nú MSC-vottuð Útflutningsráð norskra sjávarafurða (NSEC) hefur fengið MSC-vottun um sjálfbærar veiðar á allar þorsk- og ýsuveiðar við Noreg. Þetta þýðir að mögulegt er að selja afurðir af veiðum á 340 þúsund tonnum af þorski og 153 þúsund tonnum af ýsu undir merki MSC. Nær þetta til veiða í troll, línu, handfæri og net. Norðmenn selja saltfisk og fleiri afurðir í suðlægum löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Frosnar afurðir og ferskar afurðir eru seldar í norðlægari Evrópulöndum. - shá 5.12.2011 07:00 Mannvirkjagerð er enn áberandi Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember 2011. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í fjármálastarfsemi og iðnaði. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 72 starfsmenn. 5.12.2011 07:00 Hugmyndir um makríl fráleitar „Hugmyndir um fjögurra prósenta hlut Íslands í makrílveiðum eru fráleitar og ekki í neinu samræmi við kröfur okkar um réttmæta hlutdeild úr makrílstofninum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á heimasíðu sambandsins. 5.12.2011 06:00 Bókaskattur þvingar SI í mál gegn ríkinu Bækur og tímarit prentuð á Íslandi bera mun hærri virðisaukaskatt en erlent prentverk. Samtök iðnaðarins (SI) hlutast til um að reka prófmál gegn ríkinu fyrir héraðsdómi þar sem þess verður krafist að innlendir framleiðendur sitji við sama borð og þeir sem flytja inn bækur og tímarit prentuð erlendis. Bókaútgefendur, ólíkt prenturum, virðast hins vegar ekki hafa þekkt til þessa mikla munar á skattinum og hann skýrir ekki hvar þeir láta prenta bækur sínar. 5.12.2011 05:00 Aldrei mælst eiturefni í fóðri frá Líflandi Matvælastofnun (MAST) segir að „seint verði unnt að segja“ það æskilegt að fóðurframleiðsla sé innan þynningarsvæðis mengandi starfsemi, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfsemi Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. 5.12.2011 04:00 Aðferð Norðmanna yki fé um milljarða Íslendingar standa Norðmönnum langt að baki þegar kemur að fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Væri aðferðafræði Norðmanna fylgt væri fé til rannsókna og þróunar um tveimur milljörðum krónum meira á ári. 5.12.2011 03:15 Með eigið lík í eftirdragi Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur ekki sérstakan áhuga á að skrifa hrollvekjandi skáldskap en ýtir ekki frá sér heillandi hugmyndum sem sækja á hann, í fegurð sinni eða viðbjóði. Hann lýsir fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur baráttunni við krabbamein, stöðugri dauðahræðslu og hugmyndinni að baki nýju skáldsögunni Hálendinu, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 4.12.2011 22:00 Átakanlegt myndband um einelti vekur gríðarlega athygli Unglingur að nafni Jonah Mowry birti í ágúst síðastliðnum myndband á YouTube þar sem hann lýsir einelti sem hann hefur mátt þola í langan tíma. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli enda hjartanístandi á að horfa. 4.12.2011 19:45 Ólafur Þórðarson látinn Ólafur Þórðarson tónlistarmaður lést á Grensásdeild í morgun. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir að ráðist var á hann fyrir rúmu ári. Ólafur var fæddur árið 1949 í Glerárþorpi á Akureyri. Hann var menntaður tónlistarkennari og átti að baki glæstan feril með fjölmörgum hljómsveitum. Þar ber hæst Ríó Tríó, en einnig spilaði hann með hljómsveitunum Kuran Swing og South River Band, svo einhverjar séu nefndar. Hann rak einnig í mörg ár umboðsskrifstofu fyrir listamenn. 4.12.2011 14:52 Jónas Ingimundarson heiðurslistamaður Kópavogs Móttaka til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin í Salnum síðdegis í dag í tilefni þess að hann hefur verið kosinn heiðursborgari Kópavogsbæjar. Hann er fjórði heiðursborgari bæjarins. 4.12.2011 20:30 Vídeóleigum fer fækkandi Myndbandaleigur eiga nú undir högg að sækja en markaðurinn hefur dregist saman um rúman helming á tíu árum. Margar leigur hafa lagt upp laupana á síðustu misserum. 4.12.2011 18:42 Ögmundur: Vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá lögum Innanríkisráðherra segist vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá íslenskum lögum. Það sé ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið hafi ekki haft samband við fjárfestinn. Hlutverk þess sé ekki að standa í samningaviðræðum. 4.12.2011 18:34 Íbúar í Skaftárhreppi þreyttir á öskunni Aska heldur áfram að gera íbúum í Skaftárhreppi lífið leitt sem eru orðnir þreyttir á ástandinu. Þeir vilja fá svifryksmæli í Fljótshverfið en hafa þó andað léttar eftir að snjórinn kom. 4.12.2011 17:58 Lyfjanotkun aldraðra eykst Langflestir eða um níutíu prósent aldraðra sem búa heima taka einhver lyf að staðaldri og sumir fleiri en tíu lyf. Öldrunarlæknir segir lyfjanotkun hafa aukist hjá eldra fólki samhliða auknum lífslíkum. Mikilvægt sé að vera á varðbergi þegar öldruðum eru gefin lyf þar sem aukaverkanir lyfjanna geti haft mikil áhrif. 4.12.2011 17:50 Meiri spilling á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Ísland lendir í þrettánda sæti á spillingarlista Transparancy International en samtökin gefa árlega út listann þar sem löndum er raðað eftir því hve mikil spilling þrífst þar. Í ár mælist minnsta spillingin á Nýja Sjálandi og þar á eftir koma Norðurlöndin Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er Singapúr og Norðmenn ná sjötta sætinu. Íslendingar eru því samkvæmt þessum mælikvarða töluvert spilltari en frændur okkar á Norðurlöndunum. Í sætunum fyrir neðan koma lönd á borð við Þýskaland, Japan og Austurríki. 4.12.2011 16:07 Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fimmta sinn Öryrkjabandalag Íslands veitti í gær á alþjóðadegi fatlaðra hvatningarverðlaun sín í fimmta sinn. Bergþór Grétar Böðvarsson fékk verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Í flokki fyrirtækja og stofnana fékk Hestamannafélagið Hörður verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. 4.12.2011 15:45 Einn forsprakka Outlaws í gæsluvarðhald - var með afsagaða haglabyssu Karl á þrítugsaldri, sem lögregla segir að sé einn forsprakka Outlaws vélhjólaklúbbsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um aðild að skotárás í austurborginni í síðasta mánuði. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík á föstudag og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. "Við húsleit hjá manninum var lagt hald á afsagaða haglabyssu og skotfæri en nú er rannsakað hvort byssan hafi verið notuð í umræddri skotárás,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 4.12.2011 14:54 Engar yfirheyrslur hjá sérstökum í dag Hlé var gert á yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara í dag í Glitnismálinu svokallaða. Fjölmargir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari að ákveðið hefði verið að gera hlé í dag og einbeita sér þess í stað að því að undirbúa næstu viku. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4.12.2011 13:33 Jóla popup markaður í Hörpunni í dag Fjölmargir íslenskir hönnuðir tóku sig saman og settu upp jóla popup markað í Hörpu í gær og í dag. Af nógu er að taka og þeir sem eru í vandræðum með jólagjafirnar þetta árið finna áreiðanlega eitthvað á markaðnum. Opið er til klukkan sex í dag. 4.12.2011 13:29 „Gaman að vinna lottóið í þetta skiptið“ Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í gær. Hafsteinn segir verðlaunin hafa komið sér skemmtilega á óvart og líkir þeim við að vinna í lottó. 4.12.2011 12:29 Fjárlaganefnd stefnir á að klára í dag Formaður fjárlaganefndar segir nefndina ætla að afgreiða frumvarpið til þriðju umræðu í dag. Það sé mikilvægt að klára fjárlögin og hafa þau tilbúin fyrir næsta ár. Nefndin mun funda klukkan sex í kvöld og stjórnarflokkarnir stefna að því að greiða atkvæði um málið á miðvikudag. 4.12.2011 12:15 Nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri - sláandi niðurstöður Ríflega fjörutíu prósent aldraðra nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á Norðurlandi. Hjúkrunarfræðingur sem vann rannsóknina segir þetta sláandi niðurstöður. 4.12.2011 12:03 Skóflustunga tekin að stúku í Eyjum Fyrsta skóflustungan að nýrri stúku var tekin við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í gær í þriggja stiga frosti og snjó. Samkvæmt vefmiðlinum eyjar.net var það Eyjólfur Guðjónsson útgerðarmaður sem fékk það hlutver að taka skóflustunguna og notaði til þess stóra skurðgröfu. 4.12.2011 10:18 Frábært skíðafæri fyrir norðan Skíðasvæði Skagfirðinga, Akureyringa, Dalvíkinga og Siglfirðinga eru opin í dag. Umsjónarmaður skíðasvæðisins á Siglufirði segir sjö stiga frost þar, norðaustan golu og smá „jólaéljagang“. Í Hlíðarfjalli er níu gráðu frost og logn og á Dalvík er flott færi og veður eins og það er orðað í tilkynningu. Svipaða sögu er að segja frá Sauðárkróki. 4.12.2011 10:15 Tvö umferðaróhöpp á Selfossi Tvö umferðaróhöpp komu upp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt og í morgun. Rétt fyrir hálf fjögur fór bíll útaf á Eyrarbakkavegi og hafnaði á skilti. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglu en ekki urðu slys á fólki. 4.12.2011 10:11 Fjórir á slysadeild eftir árekstur í Grafarvogi - útkall á elliheimili Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Strandveginum í Grafarvogi skömmu eftir miðnætti. Þeir reyndust þó ekki alvarlega slasaðir. Töluvert var um sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eða á fjórða tug. 4.12.2011 09:41 Skemmtistað lokað vegna fjölda gesta Lögreglan lokaði skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt þegar í ljós kom að allt of margir voru inni á staðnum. Að sögn lögreglu gekk vel að koma fólkinu út af staðnum en eigandinn má búast við sekt vegna málsins. 4.12.2011 09:40 Við getum breytt heiminum Þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa hvort um sig leikið margvísleg hlutverk í gegnum sinn listaferil. Undanfarið hafa þau þau spreytt sig á nýju og krefjandi hlutverki sem tók verulega á, um leið og það gaf þeim nýja sýn á lífið. Halldóra heimsótti Úganda í fyrra og Haítí í október síðastliðnum en Páll Óskar fór til Afríkuríkisins Síerra Leóne. Fyrrnefnda landið er í sárum eftir náttúruhamfarir, það síðarnefnda eftir borgarastyrjöld. Á báðum stöðum vinnur UNICEF nauðsynlegt starf við að bæta lífsskilyrði barna og standa vörð um réttindi þeirra. 3.12.2011 22:30 Á annan veg sigraði í Tórínó Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í dag. Þetta var í 29. sinn sem hátíðin er haldin en hún er á meðal virtari hátíða í kvikmyndageiranum. Sérstök verðlaun dómnefndar hlutu franska myndin Filles '17 og mynd frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon, Tayeb, Khalas, Yalla. 3.12.2011 20:58 Bestu og verstu plötuumslögin Að gömlum og góðum sið fékk Fréttablaðið hóp valinkunnra andans manna til að velta fyrir sér kostum og göllum íslenskra plötuumslaga sem komið hafa út á árinu. Fjölmörg umslög voru nefnd til sögunnar og niðurstöðurnar gefur að líta hér í meðfylgjandi myndasafni. 3.12.2011 20:15 Enginn öruggur í Game of Thrones Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi. 3.12.2011 20:03 Móðir Ellu Dísar að missa íbúð sína Móðir langveikrar stúlku er niðurbrotin eftir að henni var tilkynnt að leigusali krefst þess að þær mæðgur verði bornar út af heimili þeirra á næstunni. Dóttir hennar, Ella Dís, er enn í þrýstiöndunarvél. 3.12.2011 19:22 Enginn með fyrsta vinning í Lottóinu Enginn var svo heppinn að vera með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins í Lottóinu. Tæpar fjörutíu milljónir hefðu komið í hlut hins heppna og stækkar potturinn því á næsta laugardag. Fjórir hlutu annan vinning og fær hver í sinn hlut 140 þúsund krónur. Sex voru síðan með fjórar jókertölur í réttri röð en það gefur 100 þúsund krónur. 3.12.2011 20:42 Aurburður og öskufall ógnar bænum Lengja hefur þurft varnargarð við Hverfisfljótið undan Vatnajökli um hátt í hálfan kílómeter á tveimur árum. Aukinn aurburður og öskufall hafa hækkað yfirborð árinnar hratt sem ógnar nú nálægum bæ. 3.12.2011 19:40 Kemur vel til greina að leigja Nubo Grímsstaði Eigandi stærsta hluta jarðarinnar að Grímsstöðum á Fjöllum segir það vel koma til greina að leigja Huang Nubo jörðina svo byggja megi upp ferðaþjónustu á svæðinu. Iðnaðarráðherra hyggst hafa samband við Nubo á næstunni. 3.12.2011 18:30 Óvenjumikið um árekstra Óvenjumikið var um árekstra í dag og svo virðist sem sumir séu farnir að láta jólastressið hlaupa með sig í gönur þótt desember sé aðeins rétt byrjaður. Samkvæmt upplýsingum frá www.arekstur.is urðu hátt í tuttugu árekstrar í höfuðborginni í dag frá hádegi og fram til klukkan fimm. Þetta þætti í meira lagi á virkum dögum og þykir mjög mikið ef litið er til þess að nú er laugardagur. 3.12.2011 18:16 Fjárlaganefnd tókst ekki að klára í dag Fundi fjárlaganefndar var frestað í dag en að því hafði verið stefnt að afgreiða fjárlögin úr nefndinni í dag svo hægt verði að leggja það fyrir þingið og ræða það á þriðjudag. Það tókst þó ekki og hefur annar fundur verið boðaður á morgun, að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Þá er eftir sem áður stefnt að því að atkvæðagreiðslan um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012 fari fram á miðvikudag. 3.12.2011 17:51 Sjá næstu 50 fréttir
Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. 5.12.2011 10:55
23 morð á síðustu 13 árum Lagt var hald á um 27 kíló af marijúana á síðasta ári, 11 kíló af amfetamíni og yfir 15 þúsund e-töflur. Þá var einnig lagt hald á rúmlega 9 þúsund stykki af hassplöntum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári voru tilkynnt rúmlega 73.500 brot til lögreglu og heildarfjöldi brota voru færri en árin 2009 og 2008. 5.12.2011 09:51
Tveir teknir með mikið magn af steratöflum á Snæfellsnesi Síðustu tvær helgar hafa lögreglumenn á Snæfellsnesi fylgst sérstaklega með ástandi ökumanna. Leiddi þetta aukna eftirlit til þess að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 5.12.2011 09:46
Ísland heldur áfram að falla niður spillingarlista Transparency Ísland er dottið niður í 13. sætið á lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. 5.12.2011 07:43
Innbrotsþjófur ógnaði öryggisvörðum með kúbeini Innbrotsþjófur ógnaði tveimur öryggisvörðum með kúbeini, þegar þeir stóðu hann að verki við innbrot í verkstæði við Sefgarða á Seltjarnarnesi í nótt. 5.12.2011 07:41
Dópaður og réttindalaus ökumaður á 147 km hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann eftir að hafa mælt bíl hans á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Arnarnesbrúnna um klukkan hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, reyndist auk þess réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. 5.12.2011 07:39
Björgunarsveit aðstoðaði ökumann á Kleifaheiði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða ökumann, sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Kleifaheiði á Vestfjörðum í gærkvöldi. Ökuaðurinn slapp ómeiddur og gekk leiðangurinn vel. 5.12.2011 07:22
Þættir brutu blað í fjölmiðlun Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín um helgina, á Alþjóðadegi fatlaðra, í fimmta sinn. Í flokki einstaklinga fékk Bergþór Grétar Böðvarsson viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi og Hestamannafélagið Hörður fékk verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Loks hlaut sjónvarpsþátturinn Með okkar augum viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í dagskrárgerð. 5.12.2011 07:15
Þorskur og ýsa nú MSC-vottuð Útflutningsráð norskra sjávarafurða (NSEC) hefur fengið MSC-vottun um sjálfbærar veiðar á allar þorsk- og ýsuveiðar við Noreg. Þetta þýðir að mögulegt er að selja afurðir af veiðum á 340 þúsund tonnum af þorski og 153 þúsund tonnum af ýsu undir merki MSC. Nær þetta til veiða í troll, línu, handfæri og net. Norðmenn selja saltfisk og fleiri afurðir í suðlægum löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Frosnar afurðir og ferskar afurðir eru seldar í norðlægari Evrópulöndum. - shá 5.12.2011 07:00
Mannvirkjagerð er enn áberandi Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember 2011. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í fjármálastarfsemi og iðnaði. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 72 starfsmenn. 5.12.2011 07:00
Hugmyndir um makríl fráleitar „Hugmyndir um fjögurra prósenta hlut Íslands í makrílveiðum eru fráleitar og ekki í neinu samræmi við kröfur okkar um réttmæta hlutdeild úr makrílstofninum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á heimasíðu sambandsins. 5.12.2011 06:00
Bókaskattur þvingar SI í mál gegn ríkinu Bækur og tímarit prentuð á Íslandi bera mun hærri virðisaukaskatt en erlent prentverk. Samtök iðnaðarins (SI) hlutast til um að reka prófmál gegn ríkinu fyrir héraðsdómi þar sem þess verður krafist að innlendir framleiðendur sitji við sama borð og þeir sem flytja inn bækur og tímarit prentuð erlendis. Bókaútgefendur, ólíkt prenturum, virðast hins vegar ekki hafa þekkt til þessa mikla munar á skattinum og hann skýrir ekki hvar þeir láta prenta bækur sínar. 5.12.2011 05:00
Aldrei mælst eiturefni í fóðri frá Líflandi Matvælastofnun (MAST) segir að „seint verði unnt að segja“ það æskilegt að fóðurframleiðsla sé innan þynningarsvæðis mengandi starfsemi, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfsemi Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. 5.12.2011 04:00
Aðferð Norðmanna yki fé um milljarða Íslendingar standa Norðmönnum langt að baki þegar kemur að fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Væri aðferðafræði Norðmanna fylgt væri fé til rannsókna og þróunar um tveimur milljörðum krónum meira á ári. 5.12.2011 03:15
Með eigið lík í eftirdragi Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur ekki sérstakan áhuga á að skrifa hrollvekjandi skáldskap en ýtir ekki frá sér heillandi hugmyndum sem sækja á hann, í fegurð sinni eða viðbjóði. Hann lýsir fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur baráttunni við krabbamein, stöðugri dauðahræðslu og hugmyndinni að baki nýju skáldsögunni Hálendinu, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 4.12.2011 22:00
Átakanlegt myndband um einelti vekur gríðarlega athygli Unglingur að nafni Jonah Mowry birti í ágúst síðastliðnum myndband á YouTube þar sem hann lýsir einelti sem hann hefur mátt þola í langan tíma. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli enda hjartanístandi á að horfa. 4.12.2011 19:45
Ólafur Þórðarson látinn Ólafur Þórðarson tónlistarmaður lést á Grensásdeild í morgun. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir að ráðist var á hann fyrir rúmu ári. Ólafur var fæddur árið 1949 í Glerárþorpi á Akureyri. Hann var menntaður tónlistarkennari og átti að baki glæstan feril með fjölmörgum hljómsveitum. Þar ber hæst Ríó Tríó, en einnig spilaði hann með hljómsveitunum Kuran Swing og South River Band, svo einhverjar séu nefndar. Hann rak einnig í mörg ár umboðsskrifstofu fyrir listamenn. 4.12.2011 14:52
Jónas Ingimundarson heiðurslistamaður Kópavogs Móttaka til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin í Salnum síðdegis í dag í tilefni þess að hann hefur verið kosinn heiðursborgari Kópavogsbæjar. Hann er fjórði heiðursborgari bæjarins. 4.12.2011 20:30
Vídeóleigum fer fækkandi Myndbandaleigur eiga nú undir högg að sækja en markaðurinn hefur dregist saman um rúman helming á tíu árum. Margar leigur hafa lagt upp laupana á síðustu misserum. 4.12.2011 18:42
Ögmundur: Vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá lögum Innanríkisráðherra segist vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá íslenskum lögum. Það sé ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið hafi ekki haft samband við fjárfestinn. Hlutverk þess sé ekki að standa í samningaviðræðum. 4.12.2011 18:34
Íbúar í Skaftárhreppi þreyttir á öskunni Aska heldur áfram að gera íbúum í Skaftárhreppi lífið leitt sem eru orðnir þreyttir á ástandinu. Þeir vilja fá svifryksmæli í Fljótshverfið en hafa þó andað léttar eftir að snjórinn kom. 4.12.2011 17:58
Lyfjanotkun aldraðra eykst Langflestir eða um níutíu prósent aldraðra sem búa heima taka einhver lyf að staðaldri og sumir fleiri en tíu lyf. Öldrunarlæknir segir lyfjanotkun hafa aukist hjá eldra fólki samhliða auknum lífslíkum. Mikilvægt sé að vera á varðbergi þegar öldruðum eru gefin lyf þar sem aukaverkanir lyfjanna geti haft mikil áhrif. 4.12.2011 17:50
Meiri spilling á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Ísland lendir í þrettánda sæti á spillingarlista Transparancy International en samtökin gefa árlega út listann þar sem löndum er raðað eftir því hve mikil spilling þrífst þar. Í ár mælist minnsta spillingin á Nýja Sjálandi og þar á eftir koma Norðurlöndin Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er Singapúr og Norðmenn ná sjötta sætinu. Íslendingar eru því samkvæmt þessum mælikvarða töluvert spilltari en frændur okkar á Norðurlöndunum. Í sætunum fyrir neðan koma lönd á borð við Þýskaland, Japan og Austurríki. 4.12.2011 16:07
Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fimmta sinn Öryrkjabandalag Íslands veitti í gær á alþjóðadegi fatlaðra hvatningarverðlaun sín í fimmta sinn. Bergþór Grétar Böðvarsson fékk verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Í flokki fyrirtækja og stofnana fékk Hestamannafélagið Hörður verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. 4.12.2011 15:45
Einn forsprakka Outlaws í gæsluvarðhald - var með afsagaða haglabyssu Karl á þrítugsaldri, sem lögregla segir að sé einn forsprakka Outlaws vélhjólaklúbbsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um aðild að skotárás í austurborginni í síðasta mánuði. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík á föstudag og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. "Við húsleit hjá manninum var lagt hald á afsagaða haglabyssu og skotfæri en nú er rannsakað hvort byssan hafi verið notuð í umræddri skotárás,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 4.12.2011 14:54
Engar yfirheyrslur hjá sérstökum í dag Hlé var gert á yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara í dag í Glitnismálinu svokallaða. Fjölmargir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari að ákveðið hefði verið að gera hlé í dag og einbeita sér þess í stað að því að undirbúa næstu viku. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4.12.2011 13:33
Jóla popup markaður í Hörpunni í dag Fjölmargir íslenskir hönnuðir tóku sig saman og settu upp jóla popup markað í Hörpu í gær og í dag. Af nógu er að taka og þeir sem eru í vandræðum með jólagjafirnar þetta árið finna áreiðanlega eitthvað á markaðnum. Opið er til klukkan sex í dag. 4.12.2011 13:29
„Gaman að vinna lottóið í þetta skiptið“ Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í gær. Hafsteinn segir verðlaunin hafa komið sér skemmtilega á óvart og líkir þeim við að vinna í lottó. 4.12.2011 12:29
Fjárlaganefnd stefnir á að klára í dag Formaður fjárlaganefndar segir nefndina ætla að afgreiða frumvarpið til þriðju umræðu í dag. Það sé mikilvægt að klára fjárlögin og hafa þau tilbúin fyrir næsta ár. Nefndin mun funda klukkan sex í kvöld og stjórnarflokkarnir stefna að því að greiða atkvæði um málið á miðvikudag. 4.12.2011 12:15
Nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri - sláandi niðurstöður Ríflega fjörutíu prósent aldraðra nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á Norðurlandi. Hjúkrunarfræðingur sem vann rannsóknina segir þetta sláandi niðurstöður. 4.12.2011 12:03
Skóflustunga tekin að stúku í Eyjum Fyrsta skóflustungan að nýrri stúku var tekin við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í gær í þriggja stiga frosti og snjó. Samkvæmt vefmiðlinum eyjar.net var það Eyjólfur Guðjónsson útgerðarmaður sem fékk það hlutver að taka skóflustunguna og notaði til þess stóra skurðgröfu. 4.12.2011 10:18
Frábært skíðafæri fyrir norðan Skíðasvæði Skagfirðinga, Akureyringa, Dalvíkinga og Siglfirðinga eru opin í dag. Umsjónarmaður skíðasvæðisins á Siglufirði segir sjö stiga frost þar, norðaustan golu og smá „jólaéljagang“. Í Hlíðarfjalli er níu gráðu frost og logn og á Dalvík er flott færi og veður eins og það er orðað í tilkynningu. Svipaða sögu er að segja frá Sauðárkróki. 4.12.2011 10:15
Tvö umferðaróhöpp á Selfossi Tvö umferðaróhöpp komu upp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt og í morgun. Rétt fyrir hálf fjögur fór bíll útaf á Eyrarbakkavegi og hafnaði á skilti. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglu en ekki urðu slys á fólki. 4.12.2011 10:11
Fjórir á slysadeild eftir árekstur í Grafarvogi - útkall á elliheimili Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Strandveginum í Grafarvogi skömmu eftir miðnætti. Þeir reyndust þó ekki alvarlega slasaðir. Töluvert var um sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eða á fjórða tug. 4.12.2011 09:41
Skemmtistað lokað vegna fjölda gesta Lögreglan lokaði skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt þegar í ljós kom að allt of margir voru inni á staðnum. Að sögn lögreglu gekk vel að koma fólkinu út af staðnum en eigandinn má búast við sekt vegna málsins. 4.12.2011 09:40
Við getum breytt heiminum Þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa hvort um sig leikið margvísleg hlutverk í gegnum sinn listaferil. Undanfarið hafa þau þau spreytt sig á nýju og krefjandi hlutverki sem tók verulega á, um leið og það gaf þeim nýja sýn á lífið. Halldóra heimsótti Úganda í fyrra og Haítí í október síðastliðnum en Páll Óskar fór til Afríkuríkisins Síerra Leóne. Fyrrnefnda landið er í sárum eftir náttúruhamfarir, það síðarnefnda eftir borgarastyrjöld. Á báðum stöðum vinnur UNICEF nauðsynlegt starf við að bæta lífsskilyrði barna og standa vörð um réttindi þeirra. 3.12.2011 22:30
Á annan veg sigraði í Tórínó Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í dag. Þetta var í 29. sinn sem hátíðin er haldin en hún er á meðal virtari hátíða í kvikmyndageiranum. Sérstök verðlaun dómnefndar hlutu franska myndin Filles '17 og mynd frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon, Tayeb, Khalas, Yalla. 3.12.2011 20:58
Bestu og verstu plötuumslögin Að gömlum og góðum sið fékk Fréttablaðið hóp valinkunnra andans manna til að velta fyrir sér kostum og göllum íslenskra plötuumslaga sem komið hafa út á árinu. Fjölmörg umslög voru nefnd til sögunnar og niðurstöðurnar gefur að líta hér í meðfylgjandi myndasafni. 3.12.2011 20:15
Enginn öruggur í Game of Thrones Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi. 3.12.2011 20:03
Móðir Ellu Dísar að missa íbúð sína Móðir langveikrar stúlku er niðurbrotin eftir að henni var tilkynnt að leigusali krefst þess að þær mæðgur verði bornar út af heimili þeirra á næstunni. Dóttir hennar, Ella Dís, er enn í þrýstiöndunarvél. 3.12.2011 19:22
Enginn með fyrsta vinning í Lottóinu Enginn var svo heppinn að vera með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins í Lottóinu. Tæpar fjörutíu milljónir hefðu komið í hlut hins heppna og stækkar potturinn því á næsta laugardag. Fjórir hlutu annan vinning og fær hver í sinn hlut 140 þúsund krónur. Sex voru síðan með fjórar jókertölur í réttri röð en það gefur 100 þúsund krónur. 3.12.2011 20:42
Aurburður og öskufall ógnar bænum Lengja hefur þurft varnargarð við Hverfisfljótið undan Vatnajökli um hátt í hálfan kílómeter á tveimur árum. Aukinn aurburður og öskufall hafa hækkað yfirborð árinnar hratt sem ógnar nú nálægum bæ. 3.12.2011 19:40
Kemur vel til greina að leigja Nubo Grímsstaði Eigandi stærsta hluta jarðarinnar að Grímsstöðum á Fjöllum segir það vel koma til greina að leigja Huang Nubo jörðina svo byggja megi upp ferðaþjónustu á svæðinu. Iðnaðarráðherra hyggst hafa samband við Nubo á næstunni. 3.12.2011 18:30
Óvenjumikið um árekstra Óvenjumikið var um árekstra í dag og svo virðist sem sumir séu farnir að láta jólastressið hlaupa með sig í gönur þótt desember sé aðeins rétt byrjaður. Samkvæmt upplýsingum frá www.arekstur.is urðu hátt í tuttugu árekstrar í höfuðborginni í dag frá hádegi og fram til klukkan fimm. Þetta þætti í meira lagi á virkum dögum og þykir mjög mikið ef litið er til þess að nú er laugardagur. 3.12.2011 18:16
Fjárlaganefnd tókst ekki að klára í dag Fundi fjárlaganefndar var frestað í dag en að því hafði verið stefnt að afgreiða fjárlögin úr nefndinni í dag svo hægt verði að leggja það fyrir þingið og ræða það á þriðjudag. Það tókst þó ekki og hefur annar fundur verið boðaður á morgun, að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Þá er eftir sem áður stefnt að því að atkvæðagreiðslan um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012 fari fram á miðvikudag. 3.12.2011 17:51