Innlent

Enginn með fyrsta vinning í Lottóinu

Enginn var svo heppinn að vera með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins í Lottóinu. Tæpar fjörutíu milljónir hefðu komið í hlut hins heppna og stækkar potturinn því á næsta laugardag. Fjórir hlutu annan vinning og fær hver í sinn hlut 140 þúsund krónur. Sex voru síðan með fjórar jókertölur í réttri röð en það gefur 100 þúsund krónur.

Vinningstölur kvöldsins voru: 5 - 6 - 7 - 16 - 21 og bónustalan var 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×