Innlent

Jónas Ingimundarson heiðurslistamaður Kópavogs

Jónas spilaði í dag með aðstoð eiginkonu sinnar Ágústu Hauksdóttur.
Jónas spilaði í dag með aðstoð eiginkonu sinnar Ágústu Hauksdóttur.
Móttaka til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin í Salnum síðdegis í dag í tilefni þess að hann hefur verið kosinn heiðursborgari Kópavogsbæjar. Hann er fjórði heiðursborgari bæjarins.

„Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sagði í ávarpi sínu að Jónas hefði komið að öllu hinu smæsta til alls hins stærsta í íslensku tónlistarlífi, allt frá því að kenna ungu fólki fyrstu skrefin á sviði tónlistar upp í það að vera sjálfur flytjandi á stærstu tónlistarviðburðum þjóðarinnar. Þá væru ónefndir stórviðburðir um heim allan sem Jónas hefði verið þátttakandi í,“ segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Með  heiðursborgaratitlinum vill bæjarstjórn Kópavogs sýna Jónasi þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu tónlistar og tónlistaruppeldis.“

Þá segir að Jónas hafi frá árinu 1994 starfað sem tónlistarráðunautur Kópavogs og að hannhafi verið einn helsti hvatamaður þess að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs, var byggður en húsið var vígt í janúar 1999. „Hann mótaði m.a. verkefnið Tónlist fyrir alla sem miðar að því að fræða æsku landsins um tónlist og byggði upp tónlistarröðina Tíbrá.“

Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjarstjórnar, afhenti Jónasi skjal sem staðfestir heiðursborgaratitil hans með árnaðaróskum frá bæjarstjórn Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×