Innlent

Skemmtistað lokað vegna fjölda gesta

Lögreglan lokaði skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt þegar í ljós kom að allt of margir voru inni á staðnum. Að sögn lögreglu gekk vel að koma fólkinu út af staðnum en eigandinn má búast við sekt vegna málsins.

Þá voru sjö teknir fyrir að aka undir áhrifum í nótt, flestir voru þeir ölvaðir en nokkrir reyndust undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×