Innlent

Ísland heldur áfram að falla niður spillingarlista Transparency

Ísland er dottið niður í 13. sætið á lista Transparency International yfir spillingu í heiminum.

Nýja Sjáland er minnst spillta þjóð heimsins samkvæmt árlegum lista Transparency International, samtaka sem berjast gegn spillingu og staðsett eru í Berlín. Norðurlandaþjóðirnar skipa að öðru leyti efstu sætin á þessum lista fyrir utan Ísland sem dottið er niður í 13. sæti hans.  Ísland var í 11. sæti í fyrra á listanum.

Ísland var nokkuð stöðugt í efstu sætum þessa lista fyrir hrunið árið 2008 en síðan hefur hallað undan fæti. Sem dæmi má nefna að árið 2005 var Ísland í efsta sæti listans en var komið niður í sjötta sætið árið 2007.

Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru í næstu sætum í ár á eftir Nýja Sjálandi og Noregur er í sjötta sæti fyrir neðan Singapore sem nær fimmta sætinu í ár.

Mesta spillingin er hinsvegar talin vera í Sómalíu og Norður Kóreu en falleinkunn á þessum lista fá einnig  þjóðir á borð við Afganistan, Írak og Venesuela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×