Innlent

Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fimmta sinn

Öryrkjabandalag Íslands veitti í gær á alþjóðadegi fatlaðra hvatningarverðlaun sín í fimmta sinn. Bergþór Grétar Böðvarsson fékk verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Í flokki fyrirtækja og stofnana fékk Hestamannafélagið Hörður verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.

Þá hlaut  Umsjónarfólk sjónvarpsáttarins „Með okkar augum" verðlaunin í flokknum ummfjöllun og kynning fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð.

Verndari verðlaunanna er forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×