Innlent

Einn forsprakka Outlaws í gæsluvarðhald - var með afsagaða haglabyssu

Karl á þrítugsaldri, sem lögregla segir að sé einn forsprakka Outlaws vélhjólaklúbbsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um aðild að skotárás í Brygguhverfinu í síðasta mánuði. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík á föstudag og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. „Við húsleit hjá manninum var lagt hald á afsagaða haglabyssu og skotfæri en nú er rannsakað hvort byssan hafi verið notuð í umræddri skotárás," segir í tilkynningu frá lögreglu.

Nú hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og fjórði maðurinn sem talinn er tengjast því hefur hafið afplánun á öðrum dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×