Innlent

Innbrotsþjófur ógnaði öryggisvörðum með kúbeini

Innbrotsþjófur ógnaði tveimur öryggisvörðum með kúbeini, þegar þeir stóðu hann að verki við innbrot í verkstæði við Sefgarða á Seltjarnarnesi í nótt.

Síðan forðaði hann sér á bíl, en öryggisverðirnir héldu í humátt á eftir honum og gátu vísað lögreglunni á hann. Hann var handtekinn og reyndist hann að auki hafa stolið bílnum, sem hann var á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×