Innlent

Móðir Ellu Dísar að missa íbúð sína

Móðir langveikrar stúlku er niðurbrotin eftir að henni var tilkynnt að leigusali krefst þess að þær mæðgur verði bornar út af heimili þeirra á næstunni. Dóttir hennar, Ella Dís, er enn í þrýstiöndunarvél.

Um Ellu Dís hefur áður verið fjallað í fjölmiðlum. Hún er tæplega sex ára gömul en þegar hún var á öðru aldursári fór að bera á alvarlegum veikindum sem á endanum voru greind sem sjaldgæft sjálfsofnæmi, og þarf hún á mikilli aðhlynningu að halda.

Móðir hennar segir stöðuna erfiða og að nokkrum vikum liðnum muni hún verða heimilislaus. Þær mæðgur búa við Bjallavað í Norðlingaholti. Móðir Ellu Dísar hefur haft íbúðina á leigu á þriðja ár en hefur ekki getað staðið í skilum við Leiguliða ehf.

Ragna Erlendsdóttir hefur ítrekað leitað til yfirvalda á undanförnum mánuðum en segist hvergi hafa fengið lausn.

Í tilkynningunni sem Ragna fékk afhenta í gærkvöldi kemur fram að Leiguliðar ehf hafi rift leigusamningi við Rögnu og þess krafist að hún verði borin út. Krafan verður tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Ragna útilokar ekki að flytja til Englands þar sem hún hefur sterkara tengslanet.

Sjá viðtal við Rögnu í meðfylgjandi myndskeiði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×