Fleiri fréttir

Stefnt á afgreiðslu fjárlaga úr nefnd í dag

Fjárlaganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða fjárlög fyrir árið 2012 úr nefndinni nú síðdegis. Stjórnarflokkarnir stefna jafnframt að atkvæðagreiðslu um fjárlögin á miðvikudag.

Byggt á Hólmsheiði og fé veitt á Hraunið

Ákveðið hefur verið að veita fé til byggingar nýs fangelsis á Hólmsheiði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að auki er rætt um að setja sérstaka fjárupphæð til nauðsynlegra endurbóta á fangelsinu á Litla-Hrauni.

Hálka víðsvegar um land

Hálka er á Hellisheiði, í þrengslum og í uppsveitum en á Suðurlandi eru víða hálkublettir eða snjóþekja. Á vesturlandi er snjóþekja eða hálka og sömuleiðis á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Á vestfjörðum og norðurlandi er hálka og snjóþekja á flestum leiðum en snjókoma er í kringum Akureyri og á Tjörnesi en éljagangur í kringum mývatn.

Stútar í Hveragerði og einn undir áhrifum fíkniefna á Selfossi

Tveir ökumenn voru teknir í Hveragerði í nótt grunaðir um ölvunarakstur. Og lögreglan á Selfossi handtók mann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bíl hans fannst einnig lítilræði af fíkniefnum. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem tekin voru af honum blóð- og þvagsýni.

Ryskingar í Vestmannaeyjum

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Vestmannaeyjum um klukkan sjö í morgun eftir að hafa lent í átökum við annan mann. Lögreglumenn voru á eftirlitsferð um bæinn þegar þeir sáu tvo menn takast á, og handtóku annan í kjölfarið. Hinn maðurinn var með áverka á höfði en taldi sig ekki þurfa á læknishjálp að halda og gat því farið heim. Sá handtekni sefur nú úr sér áfengisvímu í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Skíðasvæðin fyrir norðan opin í dag

Þeir Sauðkrækingar sem beðið hafa eftir því að komast á skíði geta tekið gleði sína því skíðasvæði þeirra Tindastóll verður opnað í dag klukkan tólf. Staðarhaldari segir mikinn og góðan snjó á svæðinu. Þá er skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaðarfjalli er opið frá tólf til fjögur í dag og skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til fjögur.

Eldur við Háskólabíó og mörgum varð hált á svellinu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í Háskólabíói í gærkvöld. Um minniháttar eld var að ræða en reyk lagði inn í háskólabíó frá tveimur útiörnum í Miðgarði sem setti brunavarnakerfi bíósins í gang, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Ráðagóðum starfsmönnum og vegfarendum tókst að slökkva eldinn fljótt og örugglega með snjó.

Spaðarnir þeyttust af vindmyllu í Belgsholti

„Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun.

Styðja öryggishópa fyrirtækja

Starfsmenn CERT-ÍS munu ekki sitja sveittir við tölvur og berjast með tölvukóðum gegn óvinveittum hökkurum, eins og einhver gæti ímyndað sér eftir ótæpilegt magn Hollywood-kvikmynda um hakkara.

Kolaportið lagt niður um tíma

"Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð af hálfu ríkissjóðs. Vanvirðing við mannlífið og menninguna sem tengjast starfseminni,“ segir Gunnar Hákonarson, markaðsstjóri Kolaportsins, sem verður lokað í allt að átján mánuði frá og með júní á næsta ári vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda í Tollhúsinu.

Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun

Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað.

Byggt á Hólmsheiði og fé veitt á Hraunið

stjórnsýsla Ákveðið hefur verið að veita fé til byggingar nýs fangelsis á Hólmsheiði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að auki er rætt um að setja sérstaka fjárupphæð til nauðsynlegra endurbóta á fangelsinu á Litla-Hrauni.

Tilbúnir að slökkva elda í netheimum

Þjóðir heims eru sífelt að verða meðvitaðri um þá hættu sem stafar af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum netið. Undirbúningur nokkurs konar almannavarnateymis í netheimum er nú langt kominn hér á landi, og stefnt að því að hópurinn taki til óspilltra málanna um áramótin.

Takast á við stórmeistarann

Tíu af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar munu tefla fjöltefli við stórmeistarann Friðrik Ólafsson í Hörpu í dag. Uppákoma þessi er á vegum Skákskóla Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur.

Deilt innan beggja flokka um ráðherra - Fréttaskýring

Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar.

Katla-jarðvangur viðurkenndur alþjóðlega

Fyrsti jarðvangurinn, Katla-jarðvangur, fékk í byrjun september inngöngu í Evrópusamtök jarðvanga (European Geoparks Network) og í alþjóðasamtök jarðvanga hjá Sameinuðu þjóðunum (UNESCO Global Geopark Network). Svæði jarðvangsins er Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Undirbúningur stóð yfir í tvö ár.

Óttast mikla afturför bráðaþjónustu

Stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana telur nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítalann vera mikilvæga vegna sjúkraflugs og bráðaþjónustu við landsbyggðina.

Gæsluvarðhald þremenninganna staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og tveimur fyrrverandi undirmönnum hans. Þeir sitja í varðhaldi vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum umfangsmiklum brotum í rekstri bankans fyrir hrun.

Drottinn blessi Mýrdalshrepp

Eva Dögg Þorsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta E-lista í sveitarstjórn Mýrdalshrepps, segir forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa sýnt sér og þingmönnum Suðurlandskjördæmis óvirðingu á fundi. „Við erum farin að búa við menningu sem einkennist af virðingarleysi og yfirgangi,“ bókaði Eva á fundi sveitarstjórnar og bætti við: „Guð blessi Mýrdalshrepp og samskipti innan hans.“

Aðgangsstýring á 20 milljónir

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ætlar að taka tuttugu milljóna króna lán til að kaupa aðgangsstýrikerfi svo unnt verði að taka gjald í bílakjallaranum undir Höfðatorgi. Borgin ætlar að selja sínu starfsfólki aðgangskort á sama verði og gildir í bílakjallara Ráðhússins.

Fleiri hlynntir göngugötu

Ríflega helmingur Akureyringa er frekar eða mjög hlynntur því að banna akstur í Hafnarstræti, eða Göngugötunni svokölluðu. 36 prósent eru frekar eða mjög andvíg banni. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri og greint er frá í Akureyri Vikublaði.

Sveik út veitingar og stal víni

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að stela mat úr Bónus fyrir nær tíu þúsund krónur og síðan áfengi úr Vínbúð fyrir nær þrjú þúsund.

Gillz segir nauðgunarásakanir fráleitar

Egill Einarsson, eða Gillzenegger, segir ásakanir um nauðgun fráleitar og eingöngu til þess fallnar að sverta mannorð sitt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Egill sendi Vísi fyrir stundu.

Gillz kærður fyrir nauðgun

Egill Einarsson, kallaður Gillzenegger, hefur verið kærður fyrir nauðgun. Það er Eyjan.is sem greinir frá þessu.

Þrír jarðskjálftar nærri Akureyri

Í kvöld klukkan 19:22 varð jarðskjálfti í Ljósavatnsfjalli u.þ.b. 14 kílómetrum austan Akureyrar samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Hann var 3.2 að stærð. Tveir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, annar kl:19:36 og var hann (1,5 Ml) hinn kl. 19:46 (2,5 Ml).

Par kært fyrir nauðgun - segir kærustuna hafa horft upp á ofbeldið

Par hefur verið kært fyrir nauðgun í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fórnarlambið er átján ára stúlka. Lögregla er með málið til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur parið einnig kært stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Maðurinn var yfirheyrður í dag.

Einn skotárásarmannanna tekur amfetamín daglega

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni vegna manndrápstilraunar í Bryggjuhverfi til áttunda desember næstkomandi. Maðurinn segist nota amfetamín og Mogadon daglega. Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir manninum hjá lögreglu eftir að hann var handtekinn.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur á grundvelli rannsóknarhagsmuna verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til áttunda desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í Bryggjuhverfi föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn.

Strauk kynfæri sín við glugga og hótaði nágrönnum lífláti

Karlmaður um sjötugt var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbort. Maðurinn var ítrekað allsnakinn á svölum og við óbyrgðan glugga á heimili sínu þannig á nágrannar sáu til hans. Í eitt skipti beraði hann sig og strauk kynfæri sín við gluggann. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hringja í nágranna sína og hóta þeim lífláti. Maðurinn rauf skilorð með brotunum en við ákvörðun refsingar leit dómari til þess að maðurinn hafi lýst mikilli iðrun vegna framferðis síns og látið af þeirri hegðun sem hann var ákærður fyrir.

Eldgos í Kötlu gæti haft áhrif á heimsvísu

Breska ríkisútvarpið segir nýtt eldgos í Kötlu geta haft áhrif á heimsvísu. Mögulegar afleiðingar eru hamfaraflóð í Evrópu þegar milljarðar lítra af vatni steypast í norður Atlantshafið.

Erlendir fjársvikarar hafa fé af Íslendingum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill vara fólk við tilraunum til fjársvika þar sem erlendir aðilar reyna með fjölbreyttum hætti að blekkja fólk hér á landi í því skyni að hafa af því fé.

Verðmæt nútímalistaverk eyðilögðust hjá Eimskip

Verðmæt íslensk nútímalistaverk eyðilögðust þegar ólag reið yfir flutningaskip Eimskipa milli Íslands og Bandaríkjanna í vor samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Íslenska ríkið þurfti að greiða 75 milljónir króna í bætur fyrir verkin sem listfræðingar segja ómetanleg.

Huang Nubo aldrei kynnst slíkum samskiptaaðferðum

Huang Nubo segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda í máli sínu ófagleg. Hann hafi þó enn áhuga á að fjárfesta á Íslandi en ekki komi til greina að kaupa landið í gegnum fyrirtæki innan EES, það sé óvirðing við Íslendinga. Jónas Margeir Ingólfsson ræddi við Nubo í dag.

Fundu vopnasafn hjá andlega vanheilum manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag hald á nokkurt magn vopna; byssur, skotfæri og hnífa, við húsleitir í framhaldi af handtöku manns í Kópavogi um miðjan dag í gær.

Fangaverðir vilja Hólmsheiði - fangar mótmæla

Fangavarðafélag Íslands vill fangelsi á Hólmsheiði og styður heilshugar stefnu Fangelsismálastofnunnar um uppbygginu fangelsiskerfisins samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi á fjölmiðla.

Skíðalyftur opnaðar í dag

Skíðalyftur í Árbæ og Grafarvogi verða opnaðar í dag klukkan fjögur. Verið er að vinna við Breiðholtslyftu og stefnt að því að opna hana á mánudag. Lyfturnar í Árbæ og Grafarvogi verða svo opnar alla helgina frá klukkan ellefu til sjö. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur enn ekjki verið opnað.

Byrjað að troða snjó í Bláfjöllum

Verið er að opna skíðasvæði landsins eitt af öðru eftir rausnarlega snjókomu upp á síðkastið. Í Oddsskarði vantar peninga, en ekki snjó, og verður ekki opnað þar að sinni.

Sjá næstu 50 fréttir