Innlent

Þættir brutu blað í fjölmiðlun

Aðstandendur sjónvarpsþáttarins Með okkar augum eru meðal þeirra sem hlutu Hvatningarverðlaunin.
Aðstandendur sjónvarpsþáttarins Með okkar augum eru meðal þeirra sem hlutu Hvatningarverðlaunin.
Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín um helgina, á Alþjóðadegi fatlaðra, í fimmta sinn. Í flokki einstaklinga fékk Bergþór Grétar Böðvarsson viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi og Hestamannafélagið Hörður fékk verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Loks hlaut sjónvarpsþátturinn Með okkar augum viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í dagskrárgerð.

„Þeir sem hljóta Hvatningarverðlaunin eru aðilar sem hafa tekið skref á þeirri leið að búa til eitt samfélag fyrir alla,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður undirbúningsnefndar verðlaunanna.„Bergþór hefur verið brautryðjandi í sínu starfi, sem fulltrúi notenda á Geðsviði Landspítala og fær viðurkenningu fyrir það. Þeir hjá Hestamannafélaginu Herði hafa boðið upp á reiðnámskeið fyrir fötluð börn og unglinga. Í síðasta flokknum snúast verðlaunin um kynningu og umfjöllun á málefnum fatlaðs fólks út á við og við teljum að þar hafi verið brotið blað í fjölmiðlun á Íslandi, þar sem fólk með þroskahömlun vann beggja megin myndavélarinnar.“- jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×