Innlent

Tvö umferðaróhöpp á Selfossi

Tvö umferðaróhöpp komu upp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt og í morgun. Rétt fyrir hálf fjögur fór bíll útaf á Eyrarbakkavegi og hafnaði á skilti. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglu en ekki urðu slys á fólki.

Rétt fyrir hálf sjö í morgun valt síðan jeppi í kömbunum og var ökumaður fluttur á heilsugæsluna á Selfossi með minniháttar meiðsli. Rétt fyrir níu í morgun byrjaði síðan að snjóa mikið í bænum og má segja að nokkur þæfingur sé innan bæjar að sögn lögreglunnar á Selfossi. Á Akureyri var margt fólk í bænum í nótt en engin stórvægileg mál komu upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×