Innlent

Tveir teknir með mikið magn af steratöflum á Snæfellsnesi

Grundarfjörður.
Grundarfjörður.
Síðustu tvær helgar hafa lögreglumenn á Snæfellsnesi fylgst sérstaklega með ástandi ökumanna.  Leiddi þetta aukna eftirlit til þess að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

Tveir af þessum fjórum voru handteknir í Grundarfirði sitt hvora helgina.  Fundust jafnframt á sjötta tug sterataflna í bifreið annars þeirra.  Af hinum tveimur  var annar handtekinn í Snæfellsbæ og hinn í Stykkishólmi.  Hjá þeim  í Snæfellsbæ fundust einnig á sjötta tug sterataflna og að auki smáræði af marijúana. 

Enginn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×