Innlent

Frábært skíðafæri fyrir norðan

Skíðasvæði Skagfirðinga, Akureyringa, Dalvíkinga og Siglfirðinga eru opin í dag. Umsjónarmaður skíðasvæðisins á Siglufirði segir sjö stiga frost þar, norðaustan golu og smá „jólaéljagang“. Í Hlíðarfjalli er níu gráðu frost og logn og á Dalvík er flott færi og veður eins og það er orðað í tilkynningu. Svipaða sögu er að segja frá Sauðárkróki.

Öll skíðasvæðin eru opin til klukkan fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×