Innlent

Skóflustunga tekin að stúku í Eyjum

Mynd/Óskar P. Friðriksson
Fyrsta skóflustungan að nýrri stúku var tekin við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í gær í þriggja stiga frosti og snjó. Samkvæmt vefmiðlinum eyjar.net var það Eyjólfur Guðjónsson útgerðarmaður sem fékk það hlutver að taka skóflustunguna og notaði til þess stóra skurðgröfu.

Stúkan á að vera tilbúin í byrjun maí á næsta ári en hún er forsenda þess, að ÍBV fái heimaleikjarétt í Íslandsmótinu næsta sumar. Stúkan verður yfirbyggð og mun taka 500 manns í sæti og hægt er að stækka hana í 800 sæti.

Áætlaður kostnaður við stúkuna er 46 milljónir. Nokkur útgerðarfélög í Vestmannaeyjum munu fjármagna bygginguna að miklu leyti, auk framlags frá Vestmannaeyjabæ og Knattspyrnusambandi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×