Innlent

Óvenjumikið um árekstra

Árekstur.is sérhæfir sig í þjónustu við fólk sem lendir í umferðaróhöppum. Á myndinni eru bílar fyrirtækisins. Myndin er úr safni.
Árekstur.is sérhæfir sig í þjónustu við fólk sem lendir í umferðaróhöppum. Á myndinni eru bílar fyrirtækisins. Myndin er úr safni. Mynd/árekstur.is
Óvenjumikið var um árekstra í dag og svo virðist sem sumir séu farnir að láta jólastressið hlaupa með sig í gönur þótt desember sé aðeins rétt byrjaður. Samkvæmt upplýsingum frá www.arekstur.is urðu hátt í tuttugu árekstrar í höfuðborginni í dag frá hádegi og fram til klukkan fimm. Þetta þætti í meira lagi á virkum dögum og þykir mjög mikið ef litið er til þess að nú er laugardagur.

Í þremur tilvikum þurfti að draga bifreiðar af vettvangi en aðeins í einu tilviki urðu smávægileg meiðsl á fólki. Í þremur tilvikum var ekið á kyrrstæða bíla en starfsmönnum arekstur.is tókst að hafa upp á tjónavaldi og leysa málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×