Fleiri fréttir Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. 26.9.2011 05:00 Krossar og legsteinar skemmdir Skemmdarverk voru unnin á 24 leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi í aðfaranótt sunnudags. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur í Borgarprestakalli, sagði skemmdirnar hafa verið umtalsverðar. 26.9.2011 05:00 Segist ekki stöðva ESB-viðræður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis. 26.9.2011 04:30 Fáar lundapysjur hafa fundist í Eyjum Fáar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjum í ár. Um helgina höfðu tólf pysjur verið vigtaðar á fiskasafninu. 26.9.2011 03:00 Norðurlandameistarar í málþófi Þrengt hefur verið að möguleikum þingmanna til að stunda málþóf með nýlegum breytingum á þingsköpum. Brjánn Jónasson rýndi í þrengri reglur um ræðutíma og komst að því að þær hafa síður en svo slegið vopnin úr höndum þingmanna í minnihluta. Sitjandi ráðherrar fara þó varlega í að gagnrýna málþóf stjórnarandstöðunnar enda tveir methafar í ræðulengd í þeirra hópi. 25.9.2011 23:00 Flugbransinn er mjög einfaldur Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana. 25.9.2011 21:30 "Við megum aldrei gefast upp á lífinu“ Ellefu ára gamall drengur tók eigið líf á heimili sínu í Sandgerði síðastliðið föstudagskvöld. Mikil sorg ríkir í bænum og hefur áfallateymi verið virkjað til þess að halda utan um íbúa bæjarins. 25.9.2011 19:34 Verkfalli aflýst - nýr samningur í höfn Samninganefnd félagsráðgjafa skrifuðu undir kjarasamning við Reykjavíkurborg í Karphúsinu nú laust fyrir klukkan sex en sáttafundur hófst þar klukkan tvö í dag. 25.9.2011 18:20 „Orðið andlegt að kljást við ríkisvaldið“ Lögregluvarðstjóri og fyrrum formaður Lögreglufélags Reykjavíkur íhugar að segja upp störfum um næstu mánaðarmót. Hann segir það taka of mikið á andlega að kljást við ríkisvaldið. 25.9.2011 14:02 Ráðist á heimasíðu Bubba: Ættu mjög bágt ef ég vissi hverjir þeir væru "Þetta er mér algjörlega óskiljanlegt, ég skil ekki hver sér tilganginn í að gera svona,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður en óprúttnir aðilar gerðu árás á heimasíðu hans, bubbi.is, í nótt. Síðan liggur niðri en inni á henni er mikið af upplýsingum um feril hans. 25.9.2011 13:14 Einn dagur í verkfall félagsráðgjafa Félagsráðgjafar og fulltrúar Reykjavíkurborgar funda í kjaradeilu sinni í dag, en nú er einungis einn dagur þar til fyrirhugað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg skellur á. 25.9.2011 12:00 Barefli notuð í alvarlegum líkamsárásum í nótt Tvær alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu í nótt, önnur fyrir utan pizzastað í Núpalind í Kópavoginum en hin í heimahúsi í Grafarvogi. 25.9.2011 09:12 Ný námsleið fyrir heyrnarlausa Ný námsleið sem verður sniðin að þörfum heyrnarlausra verður tekin upp í byrjun næsta árs hjá Mími-símenntun. Sjálfstyrking verður stór hluti af náminu. 24.9.2011 20:30 Vann 26,5 milljónir í lottó Einn var með allar lottótölurnar réttar og fær um 26,5 milljónir í sinn hlut. 24.9.2011 19:45 Bænastund vegna sjálfsvígs 11 ára pilts Bænastund verður haldin í Safnaðarheimilinu í Sandgerði klukkan 18 á morgun vegna sjálfsvígs ellefu ára pilts. 24.9.2011 19:34 Íhugar að láta af störfum vegna lélegra kjara Lögreglumaður, sem elskar starf sitt, segist íhuga að láta af störfum vegna lélegra kjara og lítilsvirðandi viðmóti ríkisvaldsins. 24.9.2011 18:44 Fékk aðsvif og klessti á Ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann fékk aðsvif og klessti aftan á kyrrstæðan bíl í Hveragerði nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann er ekki mikið slasaður. Báðir bílarnir skemmdust talsvert. 24.9.2011 17:50 Lýsti yfir stuðningi við ESB-umsókn Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu á formlegum fundi sem hún átti með Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. 24.9.2011 16:15 Bíll slökkviliðsstjóra notaður í útkall Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja, segir að í gærkvöldi og í nótt hafi allir sjúkrabílar slökkviliðsins verið samtímis í útköllum. 24.9.2011 15:32 Fangaverðir styðja lögreglumenn Fangavarðafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi og launakjörum öryggisstétta. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér eftir hádegi í dag. Félagið segist styðja réttmætar launakröfur Landssambands lögreglumanna og harmar niðurstöðu gerðardóms um laun þeirra. 24.9.2011 14:50 Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann Bardagakappinn Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann, Marko Helen, í sinni fyrstu glímu á ADCC-mótinu, sem er sterkasta uppgjafaglímumót í heimi, í Nottingham á Englandi í dag. Gunnar var með yfirhöndina nánst alla glímuna og vann evrópumeistarann 5-0 eftir tvær framlengingar. 24.9.2011 13:40 Biðla til þjóðarinnar að mótmæla friðsamlega Formaður landssamband lögreglumanna biðlar til þjóðarinnar að ætli fólk að mótmæla við setningu Alþingis laugardaginn fyrsta október, geri það það friðsamlega. "Það erum við sem stöndum innan við línurnar og þurfum að verja það sem þar er," segir formaðurinn. 24.9.2011 12:04 Lögreglumenn afar ósáttir við kjaraúrskurð Megn óánægja er í stétt lögreglumanna eftir úrskurð gerðardóms í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að laun lögreglumanna skyldu hækka að sama marki og samningar á almennum vinnumarkaði, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álagsgreiðslum. Það er talsvert undir kröfum lögreglumanna. 24.9.2011 10:00 Rennihurð frá IKEA innkölluð - viðskiptavinur skar sig IKEA biður viðskiptavini sem eiga ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli frá framleiðanda nr. 12650 að hafa samband við þjónustuver verslunarinnar til þess að fá nýja hurð. 24.9.2011 10:00 Enn finnst listería í graflaxi Ópal sjávarfang ehf. hefur ákveðið að taka graflax af markaði eftir að listeria monocytogenes greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar. 24.9.2011 09:30 Dópaður undir stýri í Borgarnesi Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður í Borgarnesi í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann hálft gramm af kannabis í bíl hans og var það gert upptækt. 24.9.2011 09:27 Hagnaðurinn meiri á Íslandi Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er meiri en hagnaður fyrirtækja í geiranum í Noregi. Þetta má að einhverjum hluta rekja til fyrirkomulags fiskveiða hér á landi, segir í samantekt norsks sérfræðings. 24.9.2011 08:00 Katla er framúrskarandi jarðvangur Náttúra Kötlu hefur verið bætt á lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, barst sextán umsóknir um sæti á listanum og samþykkti níu þeirra. Nú eru 87 staðir í 27 löndum á listanum. 24.9.2011 07:00 Hægt að spara mikið með skipum úr trefjaplasti Íslenskar útgerðir gætu sparað stórfé í eldsneytis- og viðhaldskostnað með því að smíða skip sín úr trefjaplasti í stað stáls. Þetta segir Andri Þór Gunnarsson hjá fyrirtækinu Infuse, sem ásamt fyrirtækinu Ausus framleiðir efni í trefjabáta. Fyrirtækin eru meðal þeirra sem kynna hugmyndir sínar á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum um þessar mundir. 24.9.2011 06:00 Skoða brask með gjaldeyri og afleiður Auk þess að hafa til rannsóknar fimmtíu skattaskjólsmál hefur embætti skattrannsóknarstjóra einnig til rannsóknar mál nokkurra tuga manna sem hagnast hafa á afleiðuviðskiptum og gjaldeyrisbraski hér á landi. 24.9.2011 04:00 Risaskattaskuldir ógreiddar Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í tveimur af þeim tæplega 50 skattaskjólsmálum, sem eru til rannsóknar, hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. Gunnar Thorberg, forstöðumaður rannsóknasviðs Skattrannsóknarstjóra, segir mismunandi hvernig skattleggja á vegna skattaskjólsmálanna. 24.9.2011 03:15 Íslendingur braust inn í tölvu hjá blaðamanni Independent Smári McCarthy, íslenskur samstarfsmaður Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, braust inn í tölvu hjá blaðamanni á blaðinu Independent í fyrra. 23.9.2011 21:37 Unnið að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í morgun í ríkisstjórn samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð. 23.9.2011 20:47 Björg er nýr formaður Persónuverndar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Björg verður annar formaður stjórnarinnar og tekur við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara, en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Páll hefur setið sem formaður stjórnar Persónuverndar frá upphafi eða árinu 2000. Páll var áður formaður tölvunefndar frá árinu 1999. 23.9.2011 20:20 Minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og í Osló þann 22. júlí síðastliðinn þegar landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Fórnarlömbin voru flest úr AUF, sem eru systursamtök Ungra jafnaðarmanna. 23.9.2011 19:33 Hefur heimsótt Ísland 25 sinnum á fjórum árum Breskur ferðamaður sem hefur heimsótt Ísland tuttugu og fimm sinnum á síðustu fjórum árum varar Íslendinga við því að ráðast í of miklar framkvæmdir á hálendinu. Hann er nú mættur hingað til lands, ásamt fjölskyldu og vinum. Höskuldur Kári Schram hitti á þennan íslandsvin. 23.9.2011 19:02 Ungur drengur sat fastur í tré Ungur drengur lenti í vandræðum nýlega þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Körfubíll var notaður til að ná drengnum niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk það fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af. 23.9.2011 18:48 Þungt hljóð í lögreglumönnum "Hljóðið í okkur er þung, mjög þungt," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en gerðardómur kvað upp dóm sinn í kjaradeilu lögreglumanna við ríkið í dag. 23.9.2011 18:05 Fjöldi skjálfta við Hellisheiðavirkjun Fjöldi skjálfta hefur mælst við Hellisheiðarvirkjun eftir hádegi í dag. Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð klukkan 15:22. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæða skjálftanna sú að Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að dæla niður vatni í nýja borholu á svæðinu. 23.9.2011 16:57 20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í dag Hátt í tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Þannig varð þriggja bíla árekstur í morgun á Kringlumýrabrautinni. Einn bíll var óökufær eftir óhappið. 23.9.2011 16:23 Niðurstöður kynntar fyrir lögreglumönnum Niðurstaða gerðadóms hefur verið kynnt forsvarsmönnum Landssamband lögreglumanna. Hátt í hundrað lögreglumenn voru fyrir utan gerðadóm þegar niðurstaðan var kynnt. 23.9.2011 16:17 Lögreglumenn sitja um gerðadóm Tugi lögreglumanna eru fyrir utan húsnæði gerðadóms þar sem niðurstöður dómsins verður kynntur fyrir fulltrúum Landssambands lögreglumanna og fulltrúum ríkisins vegna kjarabaráttu lögreglumanna. 23.9.2011 16:09 Úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að stinga karlmann á sjötugsaldri Kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.9.2011 15:55 Salmonella Enteritidis greinist í fyrsta skiptið í búfénaði hérlendis Salmonella Enteritidis greindist í stoksýni sem tekið var af svínaskrokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund salmonellu greinist í búfé hérlendis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Matvælastofnunnar. 23.9.2011 14:09 Er með meðvitund og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag Líðan mannsins sem var stunginn nokkrum sinnum í kvið og handlegg í Kópavogi síðdegis í gær er stöðug. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu Landspítalans verður hann útskrifaður af gjörgæslu og sendur á almenna deild síðar í dag. Maðurinn er með fulla meðvitund. 23.9.2011 14:08 Sjá næstu 50 fréttir
Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. 26.9.2011 05:00
Krossar og legsteinar skemmdir Skemmdarverk voru unnin á 24 leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi í aðfaranótt sunnudags. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur í Borgarprestakalli, sagði skemmdirnar hafa verið umtalsverðar. 26.9.2011 05:00
Segist ekki stöðva ESB-viðræður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis. 26.9.2011 04:30
Fáar lundapysjur hafa fundist í Eyjum Fáar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjum í ár. Um helgina höfðu tólf pysjur verið vigtaðar á fiskasafninu. 26.9.2011 03:00
Norðurlandameistarar í málþófi Þrengt hefur verið að möguleikum þingmanna til að stunda málþóf með nýlegum breytingum á þingsköpum. Brjánn Jónasson rýndi í þrengri reglur um ræðutíma og komst að því að þær hafa síður en svo slegið vopnin úr höndum þingmanna í minnihluta. Sitjandi ráðherrar fara þó varlega í að gagnrýna málþóf stjórnarandstöðunnar enda tveir methafar í ræðulengd í þeirra hópi. 25.9.2011 23:00
Flugbransinn er mjög einfaldur Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana. 25.9.2011 21:30
"Við megum aldrei gefast upp á lífinu“ Ellefu ára gamall drengur tók eigið líf á heimili sínu í Sandgerði síðastliðið föstudagskvöld. Mikil sorg ríkir í bænum og hefur áfallateymi verið virkjað til þess að halda utan um íbúa bæjarins. 25.9.2011 19:34
Verkfalli aflýst - nýr samningur í höfn Samninganefnd félagsráðgjafa skrifuðu undir kjarasamning við Reykjavíkurborg í Karphúsinu nú laust fyrir klukkan sex en sáttafundur hófst þar klukkan tvö í dag. 25.9.2011 18:20
„Orðið andlegt að kljást við ríkisvaldið“ Lögregluvarðstjóri og fyrrum formaður Lögreglufélags Reykjavíkur íhugar að segja upp störfum um næstu mánaðarmót. Hann segir það taka of mikið á andlega að kljást við ríkisvaldið. 25.9.2011 14:02
Ráðist á heimasíðu Bubba: Ættu mjög bágt ef ég vissi hverjir þeir væru "Þetta er mér algjörlega óskiljanlegt, ég skil ekki hver sér tilganginn í að gera svona,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður en óprúttnir aðilar gerðu árás á heimasíðu hans, bubbi.is, í nótt. Síðan liggur niðri en inni á henni er mikið af upplýsingum um feril hans. 25.9.2011 13:14
Einn dagur í verkfall félagsráðgjafa Félagsráðgjafar og fulltrúar Reykjavíkurborgar funda í kjaradeilu sinni í dag, en nú er einungis einn dagur þar til fyrirhugað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg skellur á. 25.9.2011 12:00
Barefli notuð í alvarlegum líkamsárásum í nótt Tvær alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu í nótt, önnur fyrir utan pizzastað í Núpalind í Kópavoginum en hin í heimahúsi í Grafarvogi. 25.9.2011 09:12
Ný námsleið fyrir heyrnarlausa Ný námsleið sem verður sniðin að þörfum heyrnarlausra verður tekin upp í byrjun næsta árs hjá Mími-símenntun. Sjálfstyrking verður stór hluti af náminu. 24.9.2011 20:30
Vann 26,5 milljónir í lottó Einn var með allar lottótölurnar réttar og fær um 26,5 milljónir í sinn hlut. 24.9.2011 19:45
Bænastund vegna sjálfsvígs 11 ára pilts Bænastund verður haldin í Safnaðarheimilinu í Sandgerði klukkan 18 á morgun vegna sjálfsvígs ellefu ára pilts. 24.9.2011 19:34
Íhugar að láta af störfum vegna lélegra kjara Lögreglumaður, sem elskar starf sitt, segist íhuga að láta af störfum vegna lélegra kjara og lítilsvirðandi viðmóti ríkisvaldsins. 24.9.2011 18:44
Fékk aðsvif og klessti á Ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann fékk aðsvif og klessti aftan á kyrrstæðan bíl í Hveragerði nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann er ekki mikið slasaður. Báðir bílarnir skemmdust talsvert. 24.9.2011 17:50
Lýsti yfir stuðningi við ESB-umsókn Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu á formlegum fundi sem hún átti með Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. 24.9.2011 16:15
Bíll slökkviliðsstjóra notaður í útkall Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja, segir að í gærkvöldi og í nótt hafi allir sjúkrabílar slökkviliðsins verið samtímis í útköllum. 24.9.2011 15:32
Fangaverðir styðja lögreglumenn Fangavarðafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi og launakjörum öryggisstétta. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér eftir hádegi í dag. Félagið segist styðja réttmætar launakröfur Landssambands lögreglumanna og harmar niðurstöðu gerðardóms um laun þeirra. 24.9.2011 14:50
Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann Bardagakappinn Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann, Marko Helen, í sinni fyrstu glímu á ADCC-mótinu, sem er sterkasta uppgjafaglímumót í heimi, í Nottingham á Englandi í dag. Gunnar var með yfirhöndina nánst alla glímuna og vann evrópumeistarann 5-0 eftir tvær framlengingar. 24.9.2011 13:40
Biðla til þjóðarinnar að mótmæla friðsamlega Formaður landssamband lögreglumanna biðlar til þjóðarinnar að ætli fólk að mótmæla við setningu Alþingis laugardaginn fyrsta október, geri það það friðsamlega. "Það erum við sem stöndum innan við línurnar og þurfum að verja það sem þar er," segir formaðurinn. 24.9.2011 12:04
Lögreglumenn afar ósáttir við kjaraúrskurð Megn óánægja er í stétt lögreglumanna eftir úrskurð gerðardóms í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að laun lögreglumanna skyldu hækka að sama marki og samningar á almennum vinnumarkaði, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álagsgreiðslum. Það er talsvert undir kröfum lögreglumanna. 24.9.2011 10:00
Rennihurð frá IKEA innkölluð - viðskiptavinur skar sig IKEA biður viðskiptavini sem eiga ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli frá framleiðanda nr. 12650 að hafa samband við þjónustuver verslunarinnar til þess að fá nýja hurð. 24.9.2011 10:00
Enn finnst listería í graflaxi Ópal sjávarfang ehf. hefur ákveðið að taka graflax af markaði eftir að listeria monocytogenes greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar. 24.9.2011 09:30
Dópaður undir stýri í Borgarnesi Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður í Borgarnesi í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann hálft gramm af kannabis í bíl hans og var það gert upptækt. 24.9.2011 09:27
Hagnaðurinn meiri á Íslandi Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er meiri en hagnaður fyrirtækja í geiranum í Noregi. Þetta má að einhverjum hluta rekja til fyrirkomulags fiskveiða hér á landi, segir í samantekt norsks sérfræðings. 24.9.2011 08:00
Katla er framúrskarandi jarðvangur Náttúra Kötlu hefur verið bætt á lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, barst sextán umsóknir um sæti á listanum og samþykkti níu þeirra. Nú eru 87 staðir í 27 löndum á listanum. 24.9.2011 07:00
Hægt að spara mikið með skipum úr trefjaplasti Íslenskar útgerðir gætu sparað stórfé í eldsneytis- og viðhaldskostnað með því að smíða skip sín úr trefjaplasti í stað stáls. Þetta segir Andri Þór Gunnarsson hjá fyrirtækinu Infuse, sem ásamt fyrirtækinu Ausus framleiðir efni í trefjabáta. Fyrirtækin eru meðal þeirra sem kynna hugmyndir sínar á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum um þessar mundir. 24.9.2011 06:00
Skoða brask með gjaldeyri og afleiður Auk þess að hafa til rannsóknar fimmtíu skattaskjólsmál hefur embætti skattrannsóknarstjóra einnig til rannsóknar mál nokkurra tuga manna sem hagnast hafa á afleiðuviðskiptum og gjaldeyrisbraski hér á landi. 24.9.2011 04:00
Risaskattaskuldir ógreiddar Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í tveimur af þeim tæplega 50 skattaskjólsmálum, sem eru til rannsóknar, hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. Gunnar Thorberg, forstöðumaður rannsóknasviðs Skattrannsóknarstjóra, segir mismunandi hvernig skattleggja á vegna skattaskjólsmálanna. 24.9.2011 03:15
Íslendingur braust inn í tölvu hjá blaðamanni Independent Smári McCarthy, íslenskur samstarfsmaður Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, braust inn í tölvu hjá blaðamanni á blaðinu Independent í fyrra. 23.9.2011 21:37
Unnið að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í morgun í ríkisstjórn samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð. 23.9.2011 20:47
Björg er nýr formaður Persónuverndar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Björg verður annar formaður stjórnarinnar og tekur við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara, en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Páll hefur setið sem formaður stjórnar Persónuverndar frá upphafi eða árinu 2000. Páll var áður formaður tölvunefndar frá árinu 1999. 23.9.2011 20:20
Minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og í Osló þann 22. júlí síðastliðinn þegar landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Fórnarlömbin voru flest úr AUF, sem eru systursamtök Ungra jafnaðarmanna. 23.9.2011 19:33
Hefur heimsótt Ísland 25 sinnum á fjórum árum Breskur ferðamaður sem hefur heimsótt Ísland tuttugu og fimm sinnum á síðustu fjórum árum varar Íslendinga við því að ráðast í of miklar framkvæmdir á hálendinu. Hann er nú mættur hingað til lands, ásamt fjölskyldu og vinum. Höskuldur Kári Schram hitti á þennan íslandsvin. 23.9.2011 19:02
Ungur drengur sat fastur í tré Ungur drengur lenti í vandræðum nýlega þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Körfubíll var notaður til að ná drengnum niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk það fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af. 23.9.2011 18:48
Þungt hljóð í lögreglumönnum "Hljóðið í okkur er þung, mjög þungt," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en gerðardómur kvað upp dóm sinn í kjaradeilu lögreglumanna við ríkið í dag. 23.9.2011 18:05
Fjöldi skjálfta við Hellisheiðavirkjun Fjöldi skjálfta hefur mælst við Hellisheiðarvirkjun eftir hádegi í dag. Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð klukkan 15:22. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæða skjálftanna sú að Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að dæla niður vatni í nýja borholu á svæðinu. 23.9.2011 16:57
20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í dag Hátt í tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Þannig varð þriggja bíla árekstur í morgun á Kringlumýrabrautinni. Einn bíll var óökufær eftir óhappið. 23.9.2011 16:23
Niðurstöður kynntar fyrir lögreglumönnum Niðurstaða gerðadóms hefur verið kynnt forsvarsmönnum Landssamband lögreglumanna. Hátt í hundrað lögreglumenn voru fyrir utan gerðadóm þegar niðurstaðan var kynnt. 23.9.2011 16:17
Lögreglumenn sitja um gerðadóm Tugi lögreglumanna eru fyrir utan húsnæði gerðadóms þar sem niðurstöður dómsins verður kynntur fyrir fulltrúum Landssambands lögreglumanna og fulltrúum ríkisins vegna kjarabaráttu lögreglumanna. 23.9.2011 16:09
Úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að stinga karlmann á sjötugsaldri Kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.9.2011 15:55
Salmonella Enteritidis greinist í fyrsta skiptið í búfénaði hérlendis Salmonella Enteritidis greindist í stoksýni sem tekið var af svínaskrokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund salmonellu greinist í búfé hérlendis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Matvælastofnunnar. 23.9.2011 14:09
Er með meðvitund og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag Líðan mannsins sem var stunginn nokkrum sinnum í kvið og handlegg í Kópavogi síðdegis í gær er stöðug. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu Landspítalans verður hann útskrifaður af gjörgæslu og sendur á almenna deild síðar í dag. Maðurinn er með fulla meðvitund. 23.9.2011 14:08