Innlent

Segist ekki stöðva ESB-viðræður

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni í tilefni af frétt Morgunblaðsins. Þar var haft eftir Evrópuþingmanni, sem sótti landið heim fyrir skömmu, að Jón hafi sagst ætla að stöðva viðræðurnar með því að stöðva umræður um landbúnað og sjávarútveg.

Jón segir það ekki rétt eftir haft, en undirstrikar að fyrirfram aðlögun að ESB gangi gegn samþykktum Alþingis.- þjAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.