Flugbransinn er mjög einfaldur Stígur Helgason skrifar 25. september 2011 21:30 Nýi forstjórinn segir að það sé í raun ekki flókið að raka flugfélag. Fólk þurfi bara að komast á réttan stað, nokkurn veginn á réttum tíma, með töskurnar sínar og fá að borða á leiðinni. Mynd/Vilhelm Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana. „Ég væri mjög óheiðarlegur ef ég mundi segja að ég væri ekki að fara að gera breytingar á fyrirtækinu því að það má öllum vera ljóst að þetta gengur ekki svona," segir Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri Iceland Express, þegar blaðamaður hittir hann á þriðja starfsdegi. Birgir - prentari að mennt - er ekki með öllu ókunnugur þessu umdeilda fyrirtæki. Hann var forstjóri þess árin 2004 til 2006, áður en hann söðlaði um, flutti til Austur-Evrópu og rak prentsmiðjur fyrir íslenska fjárfesta í rúm þrjú ár. Gagnrýnin sem Iceland Express hefur sætt undanfarið fór ekki fram hjá Birgi frekar en öðrum. „Ég hafði eins og aðrir fylgst með því sem hafði gerst þarna síðustu misseri og fannst það mjög leiðinlegt. Mér fannst mjög leiðinlegt að vera með það á ferilskránni að ég hefði unnið þarna. Maður var eiginlega hættur að tala um það því að þá fékk maður bara gusur yfir sig. Þannig að mér fannst það nánast vera skylda mín að gá hvort ég gæti snúið þessu við." Það hafi því ekki verið sérstaklega erfið ákvörðun að þiggja starfið. „Það var auðvelt fyrir mann sem er með með einhvers konar innbyggt klikkunargen. Maður hefur auðvitað alltaf taugar til svona skemmtilegs fyrirtækis - þetta er líflegur bransi og gott fyrirtæki með helling af góðu fólki.""Þetta hætti í gær" Það má heyra á Birgi að honum finnist hann vera að taka við fyrirtæki í býsna erfiðri stöðu. „Þegar ég kom þarna inn síðast þá var fyrirtækið í raun gjaldþrota, við byrjuðum á núlli og byggðum það upp. Staðan er alls ekki þannig núna. Hún er þrátt fyrir allt sterk og það er bara markaðnum að þakka. Það ferðast hálf milljón manna með félaginu á ári og bara brotabrot af farþegum lendir í vandræðum. En það er auðvitað ærið verkefni að laga vörumerki sem er svona gífurlega illa liðið. Félagið hefur vaxið mjög hratt og ég held að menn hafi misst stjórn á vextinum, misst sjónar á þjónustu við viðskiptavini og leyft sér alls konar hluti í kreppunni og í kringum eldgos - til dæmis niðurfellingar á flugi og yfirbókanir - sem eru kannski hagfelldir þann daginn en ekki til lengri tíma litið." Nú er kreppan hins vegar á undanhaldi og langt frá síðasta eldgosi en þrátt fyrir það hafa vandamálin - seinkanir og fleira - bara færst í aukana síðustu mánuði. „Þetta hætti í gær," segir Birgir kokhraustur. „Ég er strax búinn að stoppa mjög mikið af þessu. Það er auðvitað viss skriða í gangi sem maður getur ekki stoppað á punktinum en það eru ákveðnir hlutir sem ég hef gefið skýr fyrirmæli um að verði ekki gerðir lengur."Grunnatriði úr viðskiptum 101 Brotalamirnar eru margar, að mati Birgis: „Ef það hefur ekki selst nóg nokkrum vikum eða mánuðum fyrir flug þá hefur reglan verið sú að einhver fór í að hringja í hundrað farþega og bjóða þeim annan kost. Þetta finnast mér afleit viðskipti og þetta verður ekki gert meir. Auðvitað geta komið upp bilanir í vélum og annað slíkt, en sem kerfisleg lausn verður þetta ekki notað. Lággjaldafélög hafa almennt aldrei yfirbókað í vélar. Ef þú kaupir sæti þá færðu sæti. Þessi gömlu rótgrónu félög voru alltaf að yfirbóka, vissu að það væru alltaf tíu manns sem kæmust ekki í flugið og seldu tíu aukamiða til að redda því. Iceland Express var farið að seilast í þessa átt en það stoppaði í gær. Það er ekki lengur yfirbókað í neitt flug. Þegar vélar bila þá mun ég leigja inn vélar ef þess er kostur. Auðvitað munu koma upp tilvik þar sem við höldum að hlutir séu að fara að leysast og svo leysast þeir ekki og enda illa. En það er ekki til þess fallið að byggja upp arðbært fyrirtæki til langtíma að hafa þá stefnu að hlutirnir muni bara reddast. Það mætti halda svona áfram. Þetta eru bara grunnatriði úr viðskiptum 101. Ef þú ert með vöru til sölu þá á fólk að fá vöruna ef það er búið að borga fyrir hana. Þessi flugbransi er mjög einfaldur. Þú þarft að skila fólki frá A til B, það þarf að komast um það bil á réttum tíma, með töskurnar sínar, það þarf að fá að borða á leiðinni og helst að komast á réttan stað."Hundraða milljóna tap vegna vöruskorts um borð Birgir nefnir að farþegar þurfi að fá að borða. Því var ekki alltaf að heilsa í sumar, því að á tímabili var tilfinnanlegur vöruskortur um borð í vélum Iceland Express eftir að skipt var um þjónustuaðila við vélarnar á jörðu niðri. „Ég var auðvitað ekki á staðnum þegar þetta gerðist en það slettist eitthvað upp á vinskapinn á milli Express og félagsins sem höndlaði vélarnar á völlunum og með mjög stuttum fyrirvara þurftum við að setja upp okkar eigin þjónustu. Það vannst í rauninni kraftaverk að gera það á um þremur mánuðum, en afleiðingarnar urðu meðal annars það að það vantaði vörur um borð. Það snerti ekki bara þjónustu við farþega heldur held ég að félagið hafi orðið af um hundruðum milljóna í tekjur. Ég vil ekki kalla þetta mistök en þetta var grafalvarleg staða sem kom upp. Maður þarf stundum að anda með nefinu og ef maður ætlar að vaxa þarf maður að flýta sér hægt. Það er ástæðan fyrir þessu illa umtali og þessum vandræðum sem Express hefur verið í."Meira sætabil skilar ánægðari kúnnum Meðal þess sem fólk hefur gagnrýnt Iceland Express fyrir eru óþægindi um borð í vélunum, lítið rými og lök þjónusta. „Það sem ég einblíni á núna, mun standa fyrir og mögulega falla með - sjáum til með það - er þjónusta við farþega. Það snýr að öllum hlutum: þjónustu um borð, sætabili og fleiru. Ég er algjörlega sammála því að þetta megi bæta mjög mikið og eitt af því sem ég er að skoða er að fækka sætum í vélunum til að auka sætabilið, þannig að það yrði til dæmis ívið ríflegra en er hjá okkar góða samkeppnisaðila. Þetta gerði ég líka áður. Við vorum með vélar með 170-sæta möguleika en höfðum bara 150 sæti í þeim. Það var ekki af því að ég væri svo mikill mannvinur, það skilaði sér bara í ánægðari kúnnum og meiri tekjum. Þetta er ekkert flókið."Engar heilagar kýr í leiðarkerfinu Iceland Express er þekkt sem seint flugfélag. Jafnvel með þeim seinustu í heimi. Innan við þrjátíu prósent af flugvélum félagsins undanfarin misseri hafa farið og komið á réttum tíma. Munu þessar breytingar sem Birgir hefur útlistað koma í veg fyrir það vandamál? Hann segir að áætlun félagsins hafi undanfarið verið of þröng og því þurfi að breyta. „Það var of lítið svigrúm til ófyrirséðra uppákoma. Ef það gerðist eitthvað þá var enginn sveigjanleiki. Núna er verið að vinna að nýrri áætlun sem nýtir vélarnar í rauninni verr frá sjónarhóli fyrirtækisins en loftið í áætluninni er miklu meira. Ég held að strax núna í haust ættum við að fara að sjá 85 til 90 prósent af flugi á réttum tíma." En hvað þýðir það fyrir fyrirtækið að nýta vélarnar verr? Þarf að leggja niðurleiðir? „Það er algjörlega inni í myndinni. Það eru engar heilagar kýr. Aðaláhersla mín er að þetta gangi, mér er alveg sama hversu margir áfangastaðirnir eru. Ég vil bara að þeir séu réttir og prógrammið rúlli."Algjörrar endurskipulagningar þörf Spurður hvort hann telji að fyrirtækið hafi einfaldlega verið orðið óviðráðanlega stórt jánkar Birgir. „Ég les bara blöðin eins og þú og maður hlýtur að draga þá ályktun." Sérstaklega hafi verið farið allt of geyst í að hefja flug vestur um haf. "Það er ekki bara að flugvélarnar fari til Ameríku heldur er það algjör kerfisbreyting á félaginu. Allt í einu ertu kominn með farþega sem þú ert að selja frá London til New York í gegnum Keflavík. Töskurnar þeirra þurfa að komast á leiðarenda, upplýsingar að berast til útlendingaeftirlitsins og allt lagalegt umhverfi og öryggismál eru alveg rosalega flókin. Þetta er ekki eitthvað sem lítið fyrirtæki hristir bara fram úr erminni á sex mánuðum. Málið núna er að ná áttum, stjórn og gera skipið stöðugt," segir Birgir, sem fer ekki í felur með það að ýmsu þurfi að breyta. „Ég er búinn að vera mjög heiðarlegur með það á mínum fyrstu dögum innan fyrirtækisins að ég mun láta til mín taka, ekki með neinum látum eða vitleysisgangi - ég er ekki að fara í neinar massauppsagnir eða neitt þannig - en það verður að endurskipuleggja þetta algjörlega til að við náum þessum markmiðum. Ég er alveg til í að minnka fyrirtækið - veltu, starfsmannafjölda og leiðakerfi - ef það skilar ásættanlegri arðsemi og ég næ að laga vörumerkið. Það er það sem mér finnst áhugaverðast í þessu persónulega, að taka vörumerki sem var einu sinni eitt vinsælasta vörumerki landsins en hefur á mjög skömmum tíma orðið eitt það hataðasta og reyna að hefja það aftur til vegs og virðingar." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana. „Ég væri mjög óheiðarlegur ef ég mundi segja að ég væri ekki að fara að gera breytingar á fyrirtækinu því að það má öllum vera ljóst að þetta gengur ekki svona," segir Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri Iceland Express, þegar blaðamaður hittir hann á þriðja starfsdegi. Birgir - prentari að mennt - er ekki með öllu ókunnugur þessu umdeilda fyrirtæki. Hann var forstjóri þess árin 2004 til 2006, áður en hann söðlaði um, flutti til Austur-Evrópu og rak prentsmiðjur fyrir íslenska fjárfesta í rúm þrjú ár. Gagnrýnin sem Iceland Express hefur sætt undanfarið fór ekki fram hjá Birgi frekar en öðrum. „Ég hafði eins og aðrir fylgst með því sem hafði gerst þarna síðustu misseri og fannst það mjög leiðinlegt. Mér fannst mjög leiðinlegt að vera með það á ferilskránni að ég hefði unnið þarna. Maður var eiginlega hættur að tala um það því að þá fékk maður bara gusur yfir sig. Þannig að mér fannst það nánast vera skylda mín að gá hvort ég gæti snúið þessu við." Það hafi því ekki verið sérstaklega erfið ákvörðun að þiggja starfið. „Það var auðvelt fyrir mann sem er með með einhvers konar innbyggt klikkunargen. Maður hefur auðvitað alltaf taugar til svona skemmtilegs fyrirtækis - þetta er líflegur bransi og gott fyrirtæki með helling af góðu fólki.""Þetta hætti í gær" Það má heyra á Birgi að honum finnist hann vera að taka við fyrirtæki í býsna erfiðri stöðu. „Þegar ég kom þarna inn síðast þá var fyrirtækið í raun gjaldþrota, við byrjuðum á núlli og byggðum það upp. Staðan er alls ekki þannig núna. Hún er þrátt fyrir allt sterk og það er bara markaðnum að þakka. Það ferðast hálf milljón manna með félaginu á ári og bara brotabrot af farþegum lendir í vandræðum. En það er auðvitað ærið verkefni að laga vörumerki sem er svona gífurlega illa liðið. Félagið hefur vaxið mjög hratt og ég held að menn hafi misst stjórn á vextinum, misst sjónar á þjónustu við viðskiptavini og leyft sér alls konar hluti í kreppunni og í kringum eldgos - til dæmis niðurfellingar á flugi og yfirbókanir - sem eru kannski hagfelldir þann daginn en ekki til lengri tíma litið." Nú er kreppan hins vegar á undanhaldi og langt frá síðasta eldgosi en þrátt fyrir það hafa vandamálin - seinkanir og fleira - bara færst í aukana síðustu mánuði. „Þetta hætti í gær," segir Birgir kokhraustur. „Ég er strax búinn að stoppa mjög mikið af þessu. Það er auðvitað viss skriða í gangi sem maður getur ekki stoppað á punktinum en það eru ákveðnir hlutir sem ég hef gefið skýr fyrirmæli um að verði ekki gerðir lengur."Grunnatriði úr viðskiptum 101 Brotalamirnar eru margar, að mati Birgis: „Ef það hefur ekki selst nóg nokkrum vikum eða mánuðum fyrir flug þá hefur reglan verið sú að einhver fór í að hringja í hundrað farþega og bjóða þeim annan kost. Þetta finnast mér afleit viðskipti og þetta verður ekki gert meir. Auðvitað geta komið upp bilanir í vélum og annað slíkt, en sem kerfisleg lausn verður þetta ekki notað. Lággjaldafélög hafa almennt aldrei yfirbókað í vélar. Ef þú kaupir sæti þá færðu sæti. Þessi gömlu rótgrónu félög voru alltaf að yfirbóka, vissu að það væru alltaf tíu manns sem kæmust ekki í flugið og seldu tíu aukamiða til að redda því. Iceland Express var farið að seilast í þessa átt en það stoppaði í gær. Það er ekki lengur yfirbókað í neitt flug. Þegar vélar bila þá mun ég leigja inn vélar ef þess er kostur. Auðvitað munu koma upp tilvik þar sem við höldum að hlutir séu að fara að leysast og svo leysast þeir ekki og enda illa. En það er ekki til þess fallið að byggja upp arðbært fyrirtæki til langtíma að hafa þá stefnu að hlutirnir muni bara reddast. Það mætti halda svona áfram. Þetta eru bara grunnatriði úr viðskiptum 101. Ef þú ert með vöru til sölu þá á fólk að fá vöruna ef það er búið að borga fyrir hana. Þessi flugbransi er mjög einfaldur. Þú þarft að skila fólki frá A til B, það þarf að komast um það bil á réttum tíma, með töskurnar sínar, það þarf að fá að borða á leiðinni og helst að komast á réttan stað."Hundraða milljóna tap vegna vöruskorts um borð Birgir nefnir að farþegar þurfi að fá að borða. Því var ekki alltaf að heilsa í sumar, því að á tímabili var tilfinnanlegur vöruskortur um borð í vélum Iceland Express eftir að skipt var um þjónustuaðila við vélarnar á jörðu niðri. „Ég var auðvitað ekki á staðnum þegar þetta gerðist en það slettist eitthvað upp á vinskapinn á milli Express og félagsins sem höndlaði vélarnar á völlunum og með mjög stuttum fyrirvara þurftum við að setja upp okkar eigin þjónustu. Það vannst í rauninni kraftaverk að gera það á um þremur mánuðum, en afleiðingarnar urðu meðal annars það að það vantaði vörur um borð. Það snerti ekki bara þjónustu við farþega heldur held ég að félagið hafi orðið af um hundruðum milljóna í tekjur. Ég vil ekki kalla þetta mistök en þetta var grafalvarleg staða sem kom upp. Maður þarf stundum að anda með nefinu og ef maður ætlar að vaxa þarf maður að flýta sér hægt. Það er ástæðan fyrir þessu illa umtali og þessum vandræðum sem Express hefur verið í."Meira sætabil skilar ánægðari kúnnum Meðal þess sem fólk hefur gagnrýnt Iceland Express fyrir eru óþægindi um borð í vélunum, lítið rými og lök þjónusta. „Það sem ég einblíni á núna, mun standa fyrir og mögulega falla með - sjáum til með það - er þjónusta við farþega. Það snýr að öllum hlutum: þjónustu um borð, sætabili og fleiru. Ég er algjörlega sammála því að þetta megi bæta mjög mikið og eitt af því sem ég er að skoða er að fækka sætum í vélunum til að auka sætabilið, þannig að það yrði til dæmis ívið ríflegra en er hjá okkar góða samkeppnisaðila. Þetta gerði ég líka áður. Við vorum með vélar með 170-sæta möguleika en höfðum bara 150 sæti í þeim. Það var ekki af því að ég væri svo mikill mannvinur, það skilaði sér bara í ánægðari kúnnum og meiri tekjum. Þetta er ekkert flókið."Engar heilagar kýr í leiðarkerfinu Iceland Express er þekkt sem seint flugfélag. Jafnvel með þeim seinustu í heimi. Innan við þrjátíu prósent af flugvélum félagsins undanfarin misseri hafa farið og komið á réttum tíma. Munu þessar breytingar sem Birgir hefur útlistað koma í veg fyrir það vandamál? Hann segir að áætlun félagsins hafi undanfarið verið of þröng og því þurfi að breyta. „Það var of lítið svigrúm til ófyrirséðra uppákoma. Ef það gerðist eitthvað þá var enginn sveigjanleiki. Núna er verið að vinna að nýrri áætlun sem nýtir vélarnar í rauninni verr frá sjónarhóli fyrirtækisins en loftið í áætluninni er miklu meira. Ég held að strax núna í haust ættum við að fara að sjá 85 til 90 prósent af flugi á réttum tíma." En hvað þýðir það fyrir fyrirtækið að nýta vélarnar verr? Þarf að leggja niðurleiðir? „Það er algjörlega inni í myndinni. Það eru engar heilagar kýr. Aðaláhersla mín er að þetta gangi, mér er alveg sama hversu margir áfangastaðirnir eru. Ég vil bara að þeir séu réttir og prógrammið rúlli."Algjörrar endurskipulagningar þörf Spurður hvort hann telji að fyrirtækið hafi einfaldlega verið orðið óviðráðanlega stórt jánkar Birgir. „Ég les bara blöðin eins og þú og maður hlýtur að draga þá ályktun." Sérstaklega hafi verið farið allt of geyst í að hefja flug vestur um haf. "Það er ekki bara að flugvélarnar fari til Ameríku heldur er það algjör kerfisbreyting á félaginu. Allt í einu ertu kominn með farþega sem þú ert að selja frá London til New York í gegnum Keflavík. Töskurnar þeirra þurfa að komast á leiðarenda, upplýsingar að berast til útlendingaeftirlitsins og allt lagalegt umhverfi og öryggismál eru alveg rosalega flókin. Þetta er ekki eitthvað sem lítið fyrirtæki hristir bara fram úr erminni á sex mánuðum. Málið núna er að ná áttum, stjórn og gera skipið stöðugt," segir Birgir, sem fer ekki í felur með það að ýmsu þurfi að breyta. „Ég er búinn að vera mjög heiðarlegur með það á mínum fyrstu dögum innan fyrirtækisins að ég mun láta til mín taka, ekki með neinum látum eða vitleysisgangi - ég er ekki að fara í neinar massauppsagnir eða neitt þannig - en það verður að endurskipuleggja þetta algjörlega til að við náum þessum markmiðum. Ég er alveg til í að minnka fyrirtækið - veltu, starfsmannafjölda og leiðakerfi - ef það skilar ásættanlegri arðsemi og ég næ að laga vörumerkið. Það er það sem mér finnst áhugaverðast í þessu persónulega, að taka vörumerki sem var einu sinni eitt vinsælasta vörumerki landsins en hefur á mjög skömmum tíma orðið eitt það hataðasta og reyna að hefja það aftur til vegs og virðingar."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira