Íhugar að láta af störfum vegna lélegra kjara Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 24. september 2011 18:44 Lögreglumaður, sem elskar starf sitt, segist íhuga að láta af störfum vegna lélegra kjara og lítilsvirðandi viðmóti ríkisvaldsins. Lögreglumenn stóðu í ströngu í mótmælunum árið 2008 og þurftu meðal annars að verja Alþingi og þá þingmenn sem þar sátu. Ef að líkum lætur munu þingmenn þurfa að treysta aftur á þjónustu lögreglunnar næstkomandi laugardag þegar Alþingi verður sett, en tæplega tvö þúsund manns hafa nú þegar boðað sig á mótmæli fyrir utan þingið. En hvaða viðmóti mættu lögreglumenn frá þingmönnum fyrir þremur árum? „Að mínu mati stóðum við í tveimur bardögum, einum hérna úti og einum inni. Við fengum ekki að framkvæma þær aðgerðir sem við höfðum kosið að framkvæmda vegna andmæla þingmanna," segir Gestur Pálmason, lögreglumaður. En urðu margir lögreglumenn fyrir meiðslum í mótælunum 2008? „Já, ég á félaga sem varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn heldur líka andlegi þátturinn, það eru menn sem eru ekki enn búnir að vinna á honum í dag," segir Gestur. Lögreglumönnum stendur til boða sálfræðihjálp sem þeir þurfa að sækja sjálfir. Gestur er á því að betur megi standa að þessum málum. „Helst vildi ég sjá einhvern í fullu starfi hjá lögreglunni að fylgjast með andlegu hliðinni," segir hann. Heyrst hefur að margir lögreglumenn íhugi að segja upp störfum eftir niðurstöðu gerðardóms sem kynnt var í gær. „Ég hef lýst því tvívegis yfir að ég sé tilbúinn að yfirgefa starfið," segir hann og bendir á að sjálsvirðingin sé ekki mikil vegna lélegra kjara. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Lögreglumaður, sem elskar starf sitt, segist íhuga að láta af störfum vegna lélegra kjara og lítilsvirðandi viðmóti ríkisvaldsins. Lögreglumenn stóðu í ströngu í mótmælunum árið 2008 og þurftu meðal annars að verja Alþingi og þá þingmenn sem þar sátu. Ef að líkum lætur munu þingmenn þurfa að treysta aftur á þjónustu lögreglunnar næstkomandi laugardag þegar Alþingi verður sett, en tæplega tvö þúsund manns hafa nú þegar boðað sig á mótmæli fyrir utan þingið. En hvaða viðmóti mættu lögreglumenn frá þingmönnum fyrir þremur árum? „Að mínu mati stóðum við í tveimur bardögum, einum hérna úti og einum inni. Við fengum ekki að framkvæma þær aðgerðir sem við höfðum kosið að framkvæmda vegna andmæla þingmanna," segir Gestur Pálmason, lögreglumaður. En urðu margir lögreglumenn fyrir meiðslum í mótælunum 2008? „Já, ég á félaga sem varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn heldur líka andlegi þátturinn, það eru menn sem eru ekki enn búnir að vinna á honum í dag," segir Gestur. Lögreglumönnum stendur til boða sálfræðihjálp sem þeir þurfa að sækja sjálfir. Gestur er á því að betur megi standa að þessum málum. „Helst vildi ég sjá einhvern í fullu starfi hjá lögreglunni að fylgjast með andlegu hliðinni," segir hann. Heyrst hefur að margir lögreglumenn íhugi að segja upp störfum eftir niðurstöðu gerðardóms sem kynnt var í gær. „Ég hef lýst því tvívegis yfir að ég sé tilbúinn að yfirgefa starfið," segir hann og bendir á að sjálsvirðingin sé ekki mikil vegna lélegra kjara.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira