Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa 26. september 2011 05:00 Ekkert bendir til þess að hvalaskoðun eða hrefnveiðar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa, segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands. Fréttablaðið/Anton Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag telur Vignir Sigursveinsson, hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu, að hrefnuveiðar á Faxaflóa hafi valdið fækkun dýranna á þeim slóðum. Gunnar Bergmann Jónsson, eigandi Hrefnuveiðimanna ehf, heldur því hins vegar fram að hvalaskoðunarbátarnir sjálfir væru að fæla hrefnuna burt með stöðugum ágangi. Gunnar vísað til þess að rannsókn hefði leitt þetta í ljós. Þar er Gunnar að vísa til greinar sem doktorsneminn Fredrik Christiansen lagði fram á fundi vísindaráðs Alþjóðahvalveiðiráðsins í sumar. Christiansen ályktaði þar af bráðabirgðaniðurstöðum sínum að hvalaskoðunarbátarnir yllu truflun á atferli hrefnanna þannig að þær gætu ekki einbeitt sér eins vel að fæðunámi. „Ég verð að viðurkenna að mér fannst doktorsneminn taka svolítið djúpt í árinni,“ segir Gísli Víkingsson. Hann bendir á að talningar frá 2001 annars vegar og 2007 og 2009 hins vegar sýni helmingsfækkun hrefnu á grunnslóð við Ísland. „Það var ekki bara í Faxaflóa heldur alls staðar og ekki hægt að sjá að það væri meiri fækkun á hvalaskoðunarsvæðum eða hvalveiðisvæðum en annars staðar.“ Heildarfjöldi hrefna á grunnslóðinni var við síðustu talningu um tuttugu þúsund miðað við fjörutíu þúsund árið 2001 og árin þar á undan. Að sögn Gísla er lang nærtækasta skýringin almenn hliðrun í vistkerfinu til norðurs. Sandsílum og loðnu hafa fækkað afar mikið. Þessar tegundir séu mikilvægur hluti af fæðu hrefnunnar. Nákvæmar ástæður fyrir breytingunum séu ókunnar en menn líti til þess að hitastig sjávar hafi hækkað. „Það hefur verið fjallað um þessar niðurstöður á alþjóðavettvangi og ályktanir vísindamanna hafa allar verið á þann veg að það sé alveg útlokað að veiðarnar valdi þessu. Við teljum að breytingarnar hjá hrefnunni séu tvímælalaust hluti af því öllu saman frekar en að þetta séu áhrif af hvalveiðunum eða hvalaskoðuninni,“ segir Gísli. Gera má ráð fyrir að veiddar verðir um 60 hrefnur í ár. Að sögn Gísla telja vísindamenn að hrefnunni í stofninum sem haldi til á Miðnorður-Atlantshafi hafi ekki fækkað þótt hún hafi hörfað frá landi hér. „Við getum í sjálfu sér ekki ályktað hvert hrefnan hefur farið en menn eru almennt á því að þetta sé ekki fækkun heldur hliðrun í útbreiðslu innan stofnsins og að hrefnan sé ekki í hættu. En það stendur út af að skýra hvert hún hefur farið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag telur Vignir Sigursveinsson, hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu, að hrefnuveiðar á Faxaflóa hafi valdið fækkun dýranna á þeim slóðum. Gunnar Bergmann Jónsson, eigandi Hrefnuveiðimanna ehf, heldur því hins vegar fram að hvalaskoðunarbátarnir sjálfir væru að fæla hrefnuna burt með stöðugum ágangi. Gunnar vísað til þess að rannsókn hefði leitt þetta í ljós. Þar er Gunnar að vísa til greinar sem doktorsneminn Fredrik Christiansen lagði fram á fundi vísindaráðs Alþjóðahvalveiðiráðsins í sumar. Christiansen ályktaði þar af bráðabirgðaniðurstöðum sínum að hvalaskoðunarbátarnir yllu truflun á atferli hrefnanna þannig að þær gætu ekki einbeitt sér eins vel að fæðunámi. „Ég verð að viðurkenna að mér fannst doktorsneminn taka svolítið djúpt í árinni,“ segir Gísli Víkingsson. Hann bendir á að talningar frá 2001 annars vegar og 2007 og 2009 hins vegar sýni helmingsfækkun hrefnu á grunnslóð við Ísland. „Það var ekki bara í Faxaflóa heldur alls staðar og ekki hægt að sjá að það væri meiri fækkun á hvalaskoðunarsvæðum eða hvalveiðisvæðum en annars staðar.“ Heildarfjöldi hrefna á grunnslóðinni var við síðustu talningu um tuttugu þúsund miðað við fjörutíu þúsund árið 2001 og árin þar á undan. Að sögn Gísla er lang nærtækasta skýringin almenn hliðrun í vistkerfinu til norðurs. Sandsílum og loðnu hafa fækkað afar mikið. Þessar tegundir séu mikilvægur hluti af fæðu hrefnunnar. Nákvæmar ástæður fyrir breytingunum séu ókunnar en menn líti til þess að hitastig sjávar hafi hækkað. „Það hefur verið fjallað um þessar niðurstöður á alþjóðavettvangi og ályktanir vísindamanna hafa allar verið á þann veg að það sé alveg útlokað að veiðarnar valdi þessu. Við teljum að breytingarnar hjá hrefnunni séu tvímælalaust hluti af því öllu saman frekar en að þetta séu áhrif af hvalveiðunum eða hvalaskoðuninni,“ segir Gísli. Gera má ráð fyrir að veiddar verðir um 60 hrefnur í ár. Að sögn Gísla telja vísindamenn að hrefnunni í stofninum sem haldi til á Miðnorður-Atlantshafi hafi ekki fækkað þótt hún hafi hörfað frá landi hér. „Við getum í sjálfu sér ekki ályktað hvert hrefnan hefur farið en menn eru almennt á því að þetta sé ekki fækkun heldur hliðrun í útbreiðslu innan stofnsins og að hrefnan sé ekki í hættu. En það stendur út af að skýra hvert hún hefur farið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira