Innlent

Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann

Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann í sinni fyrstu glímu á sterkasta uppgjafaglímumóti heims.
Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann í sinni fyrstu glímu á sterkasta uppgjafaglímumóti heims. mynd/Páll Bergmann
Bardagakappinn Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann, Marko Helen, í sinni fyrstu glímu á ADCC-mótinu, sem er sterkasta uppgjafaglímumót í heimi, í Nottingham á Englandi í dag. Gunnar var með yfirhöndina nánst alla glímuna og vann evrópumeistarann 5-0 eftir tvær framlengingar.

Marko hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil en hann er sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafaglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í uppgjafarglímu og hefur unnið þann titil tvisvar.

Uppfært: Gunnar tapaði í dag annari glímu sinni í dag á móti Andre Galvavo. Hann tapaði glímunni á stigum. Galvavo er að mörgum talinn einn besti glímumaður heims.

Á morgun fær Gunnar svo að vita það hvort hann verði valinn í opna flokkinn. Sextán áhugaverðustu glímenn mótsins fara í þann flokk. Gunnar var fjórði inn í flokkinn á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Hætt að fá hjartsláttartruflanir

,,Ég er hætt að vera með þessar hjartsláttartruflanir og er miklu rólegri en ég var fyrst," svarar Guðrún Hulda Gunnarsdóttir mamma Gunnars Nelson sem keppir á einu stærsta glímumóti í heimi, ADCC, í Bretlandi á laugardag..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×