Fleiri fréttir Ísland hafnaði í fjórða sæti Íslendingar höfnuðu í fjórða sæti á Evrópumótinu í bridds sem lauk fyrir stundu í Belgíu. Íslendingar spiluðu sinn síðasta leik við Rússa og unnu þá 19-11. Ítalir urðu Evrópumeistarar að þessu sinni, Pólverjar lentu í öðru sæti og Íraelar í því þriðja. 3.7.2010 15:07 Nýr bæjarstjóri á Akureyri kynntur til leiks á næstu dögum Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, vonast til að þess að hægt verði að tilkynna um ráðningu nýs bæjarstjóra á Akureyri fyrir næstu helgi. 3.7.2010 14:16 Þyrlan lent með sjómanninn Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega hálf tvö í dag með alvarlega veikan sjómann. Gæslunni barst fyrir hádegi aðstoðarbeiðni frá skipinu Jóhönnu Gísladóttur sem var statt um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Sjómaðurinn var fluttur með hraði á spítala með sjúkrabifreið, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 3.7.2010 13:40 Fyrrverandi sendiherra: RÚV sýnir okkur fyrirlitningu „Sjónvarp íslenska ríkisins sýnir viðskiptavinum sínum meiri fyrirlitningu en nokkur önnur sjónvarpsstöð,“ segir Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra. 3.7.2010 13:14 Þingmaður hyggst mótmæla við Stjórnarráðið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hvetur til mótmæla við Stjórnarráðið á bloggsíðu sinni. Um er að ræða mótmæli vegna tilmæla Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til fjármálafyrirtækja vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. „Ég ætla að mæta,“ segir Birgitta. 3.7.2010 12:52 Parhús á Þingeyri selt á 75 þúsund krónur Ísafjarðarbær hyggst selja 130 fermetra parhús á Þingeyri fyrir 75 þúsund krónur. Bærinn eignaðist húsið á uppboði, auglýsti svo í vor eftir kauptilboðum og samþykkti bæjarráð fyrr í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að eina tilboðinu sem barst, upp á 75 þúsund krónur, yrði tekið. Samkvæmt lýsingu er húsið Fjarðargata 35a steypt parhús, byggt árið 1923. Fasteignamat hljóðar upp á 3,8 milljónir króna en brunabótamat hússins er 18,4 milljónir króna. Þorleifur Pálsson, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, skýrir þetta lága verð með því að húsið sé í hörmulegu ástandi og þarfnist viðgerða upp á milljónir króna. 3.7.2010 12:45 Veðrið setur strik í reikninginn á Humarhátíðinni á Höfn Óvíst er með dagskrá Humarhátíðar á Höfn í dag en leiðinlegt veður er í bænum. Nokkrir gestir tjaldsvæðisins þurftu á aðstoð að halda í nótt vegna vatnsveðurs. 3.7.2010 12:25 Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta: Sundlaugin í Þjórsárdal lokuð Ein óvenjulegasta ferðamannasundlaug landsins, sundlaugin í Þjórsárdal, verður ekki opnuð í sumar. Að sögn Sunnlenska, fréttavef Sunnlendinga, er ástæðan sú að Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta á lauginni. Laugin er við hverasvæði í afar sérstöku umhverfi innarlega í Þjórsárdal en starfsmenn sem unnu við Búrfellsvirkjun gerðu laugina fyrir meira en 40 árum. 3.7.2010 12:12 Þyrla sækir alvarlega veikan sjómann Þyrla landhelgisgæslunnar fór í loftið klukkan 11:20 eftir að tilkynning barst um að sjóðmaður um borð í íslensku fiskiskipi væri alvarlega veikur. Skipið er 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga og verður þyrlan, TF Gná, komin að skipinu klukkan 12:20. 3.7.2010 11:51 Tilkynnt um nýjan framkvæmdastjóra í næstu viku Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ekki gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra sjóðsins. Gunnar S. Björnsson, varaformaður stjórnar, segir að ákvörðun um nýjan framkvæmdastjóra verði að öllum líkindum tekin á stjórnarfundi í næstu viku. Í framhaldinu verði tilkynnt um eftirmann Guðmundar Bjarnasonar sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri á fimmtudaginn. Guðmundur hefur stýrt sjóðnum allt frá því að hann hætti í stjórnumálum fyrir rúmum áratug. 3.7.2010 11:34 Umferðareftirlit úr lofti Lögreglan stundar umferðareftirlit úr lofti með þyrlu stærstu ferðahelgar sumarsins og fram yfir Verslunarmannahelgina. Auk þess sem hægt er fylgjast vel með umferðinni úr þyrlunni og grípa þá ökumenn sem aka of hratt þá hefur hún einnig forvarnargildi. Þá vita ökumenn að lögreglan er að fylgjast með. 3.7.2010 10:26 Sumarsæla í Skagafirði Yfirlitssýning á kynbótahrossum er að hófst klukkan tíu á Vindheimamelum í Skagafirði. Ef ekki hefði komið til hrossasóttin í vor stæði þar nú yfir landsmót hestamanna en eftir að því var aflýst ákváðu Skagfirðinga engu að síður að blása til hátíðar í héraðinu þessa vikuna undir heitinu Skagfirsk sumarsæla. 3.7.2010 10:20 Ánægð með tilmæli talsmanns neytenda Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir ánægju með tilmæli talsmanns neytenda til fjármálafyrirtækja um að lægri föst krónutala verði innheimt til bráðabirgða af lánum sem vafi leikur á hvort falli undir fordæmisáhrif nýlegra gengisdóma Hæstaréttar. 3.7.2010 10:18 Meirihlutinn í Reykjavík nýtur mikils stuðnings Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nýtur stuðnings 71% borgarbúa samkvæmt nýrri könnun sem Miðlun gerði fyrir Morgunblaðið og blaðið greinir frá í dag. Flokkarnir hlutu samanlagt tæp 54% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum þann 29. maí síðastliðinn. 3.7.2010 10:03 Þingmaður VG: Mistök að draga umsókn til baka Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, telur að það væru mistök að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þetta segir hann í grein í Fréttablaðinu í dag. 3.7.2010 09:58 Fjórir gistu fangageymslur á Akranesi Talsverð ölvun var í Galtalæk í nótt en þar fer fram útihátíð um helgina og telur lögreglan á Hvolsvelli að þar sé á bilinu 3000-5000 manns. Lögregla stöðvaði tvo ökumenn á svæðinu sem grunaðir voru um ölvunarakstur. 3.7.2010 09:52 Bjargað úr eldsvoða á Mýrargötu Konu var bjargað úr húsi á Mýrargötu í Reykjavík í morgun eftir að eldur kviknaði í í geymslu í kjallara hússins. Þegar slökkvilið kom á staðinn var mikill reykur í stigaganginum en þá hafði lögreglan aðstoðað þrjá íbúa á fyrstu hæð hússins út um glugga sem lögreglumenn brutu. Konan var á annarri hæð og aðstoðuðu slökkviliðsmenn hana með svokölluðum björgunarmaska sem settur var yfir andlit hennar vegna reyksins. Vel gekk að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum, að sögn varðstjóra. Tilkynnt var eldinn skömmu fyrir klukkan níu. 3.7.2010 09:27 Minna menntuð en við héldum Íslendingar guma gjarnan af menntun þjóðarinnar og bent var á hana sem eitt af úrræðunum út úr kreppunni. Vissulega er fjöldi fólks vel menntaður, en rannsóknir sýna að íslensk ungmenni eru minna menntuð en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndunum. 3.7.2010 06:00 Gripin með 26 kíló af smygluðu glingri Fjórir Rúmenar, tveir karlar og tvær konur, voru látin greiða rúmlega 50 þúsund krónur í sekt eftir að þau höfðu verið gripin með um 26 kíló af smygluðum skartgripum í fyrradag. Tollgæslan á Seyðisfirði hafði afskipti af fjórmenningunum sem komu með Norrænu til landsins frá Danmörku. Góssið hafði verið vandlega falið í frambrettum tíu ára gamallar Benz-bifreiðar, að sögn Árna Elíssonar, yfirmanns tollgæslunnar á Seyðisfirði. 3.7.2010 05:00 Erfitt að fá menn að borðinu „Það hefur gengið mjög erfiðlega að koma þessum viðræðum aftur í gang eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars. En það er jákvætt að menn eru nú tilbúnir til að fara í þessa vinnu aftur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. 3.7.2010 04:30 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2.7.2010 21:04 Stjörnuskandall á HM: Paris Hilton handtekin fyrir að reykja gras Lögreglan í Suður Afríku er sögð hafa handtekið Paris Hilton fyrir að reykja maríúana eða gras. Paris Hilton er nú stödd í Suður Afríku til að horfa á úrslitakeppnina í HM í fótbolta. Hún var á leik Hollands og Brasilíu þegar lögreglan fylgdi henni út af Nelson Mandela vellinum í Port Elizabeth. 2.7.2010 22:37 Þyrla Landhelgisgæslunnar í umferðareftirliti Nú fyrir skömmu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar í Húsadal. Samkvæmt Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er ekki um útkall að ræða - þyrlan sinni umferðareftirliti með lögreglunni. 2.7.2010 22:07 Bobby grafinn upp eftir helgi Stefnt er að því að grafa lík Bobbys Fisher upp í næstu viku samkvæmt heimildum Vísis. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sagðist, í samtali við Vísi, ekki geta staðfest það en hann býst við því að málin skýrist fljótlega eftir helgina. 2.7.2010 22:05 Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2.7.2010 21:27 Hagmunasamtök heimilana ánægð með Gísla Í fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilana er lýst ánægju með tilmæli Gísla Tryggvasonar, umboðsmann neytenda. Samtökin telja að í tilmælum Gísla felist að neytendur séu látnir njóta vafans. 2.7.2010 19:51 Uppboð á köttum á morgun Dýravinir geta bjargað tugum dýra frá svefninum langa á morgun - þegar uppboð á köttum, hundum og kanínum verður í Dýraríkinu. Dýrahjálp Íslands segir neyðina mikla - bæði vegna kreppu og sumarleyfa. 2.7.2010 19:46 Högnuðust um 90 milljarða á stöðutöku gegn krónunni Exista móðurfyrirtæki Lýsingar hagnaðist um tæpa 90 milljarða á stöðutöku gegn krónunni síðasta árið fyrir hrun. Á sama tíma hvatti Lýsing viðskiptavini sína til að taka stöðu með krónunni með því bjóða þeim gengistryggð lán. 2.7.2010 18:33 Talsmaður neytenda sendi skuldurum skilaboð Talsmaður neytenda hefur sent bönkum og bílalánafyrirtækjum landsins tilmæli um að fólk og fyrirtæki með gengistryggð lán greiði aðeins fasta krónutölu af hverri milljón - þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör hinna ólöglegu lána. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tekur vel í tilmælin. 2.7.2010 18:22 Íbúar Djúpavogs þurfa að sjóða neysluvatn Heilbrigðiseftirlit Austurlands fer þess á leit við bæjarbúa Djúpavogs að þeir sjóði neysluvant. Skriða féll úr Búlandsdal í nótt með þeim afleiðingum að vatnsveita Djúpavogs er óvirk og vatn ekki neysluhæft. 2.7.2010 18:06 Gefa ekki upp ráðningarsamning Lúðvíks Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu. 2.7.2010 17:40 Alþingi skipar sjö manna stjórnlaganefnd Alþingi hefur skipað sjö manna stjórnlaganefnd sem ætlað er að undirbúa þjóðfund um stjórnarskrármálefni. Þá er nefndinni ætlað að vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþingi. 2.7.2010 15:19 Fundu marijúana og peninga í íbúð í Vestmannaeyjum Í gærkvöldi gerði lögreglan í Vestmannaeyjum húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum. Við leit í íbúðinni fundust um 55 grömm af marijúana og nokkur grömm af hassi. Húsráðandinn var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann gisti síðastliðna nótt. Hann viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau til eigin nota og neitaði að efnin væru ætluð til sölu. 2.7.2010 15:16 Þorleifur vill að fátækir fái sumarbónus Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í velferðarráði hefur óskað eftir því að ráðið verði kallað saman til aukafundar sem fyrst. Þetta gerir Þorleifur í ljósi þess að hjálparstofnanir hafa lokað fyrir matargjafir í sumar að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Þorleifur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um hvað það kosti borgina að veita 15 þúsund króna sumarbónus til þeirra einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar frá borginni auk fimm þúsund króna vegna barns. 2.7.2010 14:19 Endurheimtu húsið úr höndum Arion banka Eftir gengislánadóma Hæstaréttar hefur 6 manna fjölskylda í Hafnarfirði endurheimt húsið sitt úr höndum Arion banka - sem keypti það á nauðungarsölu í vor. Uppboðið var ógilt nú í vikunni. 2.7.2010 18:26 Talskona Stígamóta: Ánægð með skilning laganna Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vera ánægð með þann skilning laganna að kaup á vændi sé í raun ofbeldi. En karlmaður var dæmdur í morgun til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að kaupa vændi fyrir 15 þúsund krónur. Hún segir í samtali við fréttastofu að aðalatriðið sé að dæmt sé í þessum málum og lögunum sé fylgt eftir og tekin alvarlega. 2.7.2010 15:03 Amfetamínsmygl: Íslenskir lögreglumenn í Þýskalandi Konurnar tvær sem voru handteknar á Seyðisfirði þann 17. júní síðastliðinn með 20 lítra af amfetamínbasa, hafa verið úrskurðaðar í áframhaldandi gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 2.7.2010 13:24 Fékk 80 þúsund króna sekt fyrir að kaupa vændi Héraðsdómur dæmdi í morgun karlmann til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa greitt 15 þúsund krónur fyrir vændi. Þá var annar karlmaður dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur fyrir tilraun til að vændiskaupa. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari segir að verið sé að fara yfir það hvort að dómunum verði áfrýjað en vegna þess hve upphæðin er lág í hvoru tilviki fyrir sig, þarf sérstakt áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti. 2.7.2010 11:57 Hlaupið kemur fram neðan Eldhrauns Vatnsrennsli í Grenlæk í Landbroti hefur fimmfaldast á síðustu dögum. Ástæðan er hlaupið í Skaftá en hluti þess rann út á Eldhraun og Grenlækur rennur undan suðaustanverðu hrauninu, sunnan Kirkjubæjarklausturs. Vatnavextirnir þar koma því fram þremur til fjórum sólarhringum eftir að Skaftárhlaupið náði hámarki í byggð. 2.7.2010 13:28 Ragna fundar með kollegum í Finnlandi Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sat í dag árlegan fund með norrænum ráðherrum útlendingamála í Borgå í Finnlandi. 2.7.2010 13:24 Dómsmáli vegna Urriðafossvirkjunar vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómsmáli sem Flóahreppur höfðaði gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir að neita að staðfesta aðalskipulag hreppsins sem gerði ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Dómari vísaði málinu frá á þeirri forsendu að skipulagsferlið væri hafið að nýju og því ekki lögvarðir hagsmunir af úrlausn máls fyrir dómi. Flóahreppur hefur þegar ákveðið að bera frávísunina undir Hæstarétt, að sögn Margrétar Sigurðardóttur sveitarstjóra. Umhverfisráðherra neitaði að staðfesta aðalskipulagið þar sem Landsvirkjun hafði greitt fyrir skipulagsvinnu. Flóahreppur telur það hins vegar hafa verulega almenna þýðingu að fá úr því skorið hvort lagatúlkun ráðherrans standist. 2.7.2010 13:07 Vilja rýmka heimildir varðandi brot á virðisaukaskattskilum Nýverið var fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi kyrrsetningu á eignum fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. 2.7.2010 13:00 Rannsókn á banaslysi: Beðið eftir að ofninn kólni Rannsókn á því hvað olli banaslysinu í járnblendiverksmiðjunni í Grundartanga fyrr í vikunni er enn ólokið. Sprenging var í einum ofna verksmiðjunnar en ekki er hægt að hefja rannsókn fyrr en ofninn kólnar. 2.7.2010 12:37 Aftur fundað um Icesave Samninganefnd íslenskra stjórnvalda hefur í gær og í dag fundað með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda í Reykjavík um Icesave málið. 2.7.2010 12:28 Gengistrygging: Prófmál þingfest í héraði Prófmál um uppgjör gengistryggðra lánasamninga var þingfest fyrir héraðsdómi í gær. Rati málið fyrir hæstarétt mun dómur réttarins að öllum líkindum eyða óvissu um hvort samningsvextir lánanna standi eða ekki. 2.7.2010 12:21 Sjá næstu 50 fréttir
Ísland hafnaði í fjórða sæti Íslendingar höfnuðu í fjórða sæti á Evrópumótinu í bridds sem lauk fyrir stundu í Belgíu. Íslendingar spiluðu sinn síðasta leik við Rússa og unnu þá 19-11. Ítalir urðu Evrópumeistarar að þessu sinni, Pólverjar lentu í öðru sæti og Íraelar í því þriðja. 3.7.2010 15:07
Nýr bæjarstjóri á Akureyri kynntur til leiks á næstu dögum Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, vonast til að þess að hægt verði að tilkynna um ráðningu nýs bæjarstjóra á Akureyri fyrir næstu helgi. 3.7.2010 14:16
Þyrlan lent með sjómanninn Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega hálf tvö í dag með alvarlega veikan sjómann. Gæslunni barst fyrir hádegi aðstoðarbeiðni frá skipinu Jóhönnu Gísladóttur sem var statt um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Sjómaðurinn var fluttur með hraði á spítala með sjúkrabifreið, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 3.7.2010 13:40
Fyrrverandi sendiherra: RÚV sýnir okkur fyrirlitningu „Sjónvarp íslenska ríkisins sýnir viðskiptavinum sínum meiri fyrirlitningu en nokkur önnur sjónvarpsstöð,“ segir Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra. 3.7.2010 13:14
Þingmaður hyggst mótmæla við Stjórnarráðið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hvetur til mótmæla við Stjórnarráðið á bloggsíðu sinni. Um er að ræða mótmæli vegna tilmæla Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til fjármálafyrirtækja vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. „Ég ætla að mæta,“ segir Birgitta. 3.7.2010 12:52
Parhús á Þingeyri selt á 75 þúsund krónur Ísafjarðarbær hyggst selja 130 fermetra parhús á Þingeyri fyrir 75 þúsund krónur. Bærinn eignaðist húsið á uppboði, auglýsti svo í vor eftir kauptilboðum og samþykkti bæjarráð fyrr í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að eina tilboðinu sem barst, upp á 75 þúsund krónur, yrði tekið. Samkvæmt lýsingu er húsið Fjarðargata 35a steypt parhús, byggt árið 1923. Fasteignamat hljóðar upp á 3,8 milljónir króna en brunabótamat hússins er 18,4 milljónir króna. Þorleifur Pálsson, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, skýrir þetta lága verð með því að húsið sé í hörmulegu ástandi og þarfnist viðgerða upp á milljónir króna. 3.7.2010 12:45
Veðrið setur strik í reikninginn á Humarhátíðinni á Höfn Óvíst er með dagskrá Humarhátíðar á Höfn í dag en leiðinlegt veður er í bænum. Nokkrir gestir tjaldsvæðisins þurftu á aðstoð að halda í nótt vegna vatnsveðurs. 3.7.2010 12:25
Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta: Sundlaugin í Þjórsárdal lokuð Ein óvenjulegasta ferðamannasundlaug landsins, sundlaugin í Þjórsárdal, verður ekki opnuð í sumar. Að sögn Sunnlenska, fréttavef Sunnlendinga, er ástæðan sú að Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta á lauginni. Laugin er við hverasvæði í afar sérstöku umhverfi innarlega í Þjórsárdal en starfsmenn sem unnu við Búrfellsvirkjun gerðu laugina fyrir meira en 40 árum. 3.7.2010 12:12
Þyrla sækir alvarlega veikan sjómann Þyrla landhelgisgæslunnar fór í loftið klukkan 11:20 eftir að tilkynning barst um að sjóðmaður um borð í íslensku fiskiskipi væri alvarlega veikur. Skipið er 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga og verður þyrlan, TF Gná, komin að skipinu klukkan 12:20. 3.7.2010 11:51
Tilkynnt um nýjan framkvæmdastjóra í næstu viku Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ekki gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra sjóðsins. Gunnar S. Björnsson, varaformaður stjórnar, segir að ákvörðun um nýjan framkvæmdastjóra verði að öllum líkindum tekin á stjórnarfundi í næstu viku. Í framhaldinu verði tilkynnt um eftirmann Guðmundar Bjarnasonar sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri á fimmtudaginn. Guðmundur hefur stýrt sjóðnum allt frá því að hann hætti í stjórnumálum fyrir rúmum áratug. 3.7.2010 11:34
Umferðareftirlit úr lofti Lögreglan stundar umferðareftirlit úr lofti með þyrlu stærstu ferðahelgar sumarsins og fram yfir Verslunarmannahelgina. Auk þess sem hægt er fylgjast vel með umferðinni úr þyrlunni og grípa þá ökumenn sem aka of hratt þá hefur hún einnig forvarnargildi. Þá vita ökumenn að lögreglan er að fylgjast með. 3.7.2010 10:26
Sumarsæla í Skagafirði Yfirlitssýning á kynbótahrossum er að hófst klukkan tíu á Vindheimamelum í Skagafirði. Ef ekki hefði komið til hrossasóttin í vor stæði þar nú yfir landsmót hestamanna en eftir að því var aflýst ákváðu Skagfirðinga engu að síður að blása til hátíðar í héraðinu þessa vikuna undir heitinu Skagfirsk sumarsæla. 3.7.2010 10:20
Ánægð með tilmæli talsmanns neytenda Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir ánægju með tilmæli talsmanns neytenda til fjármálafyrirtækja um að lægri föst krónutala verði innheimt til bráðabirgða af lánum sem vafi leikur á hvort falli undir fordæmisáhrif nýlegra gengisdóma Hæstaréttar. 3.7.2010 10:18
Meirihlutinn í Reykjavík nýtur mikils stuðnings Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nýtur stuðnings 71% borgarbúa samkvæmt nýrri könnun sem Miðlun gerði fyrir Morgunblaðið og blaðið greinir frá í dag. Flokkarnir hlutu samanlagt tæp 54% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum þann 29. maí síðastliðinn. 3.7.2010 10:03
Þingmaður VG: Mistök að draga umsókn til baka Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, telur að það væru mistök að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þetta segir hann í grein í Fréttablaðinu í dag. 3.7.2010 09:58
Fjórir gistu fangageymslur á Akranesi Talsverð ölvun var í Galtalæk í nótt en þar fer fram útihátíð um helgina og telur lögreglan á Hvolsvelli að þar sé á bilinu 3000-5000 manns. Lögregla stöðvaði tvo ökumenn á svæðinu sem grunaðir voru um ölvunarakstur. 3.7.2010 09:52
Bjargað úr eldsvoða á Mýrargötu Konu var bjargað úr húsi á Mýrargötu í Reykjavík í morgun eftir að eldur kviknaði í í geymslu í kjallara hússins. Þegar slökkvilið kom á staðinn var mikill reykur í stigaganginum en þá hafði lögreglan aðstoðað þrjá íbúa á fyrstu hæð hússins út um glugga sem lögreglumenn brutu. Konan var á annarri hæð og aðstoðuðu slökkviliðsmenn hana með svokölluðum björgunarmaska sem settur var yfir andlit hennar vegna reyksins. Vel gekk að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum, að sögn varðstjóra. Tilkynnt var eldinn skömmu fyrir klukkan níu. 3.7.2010 09:27
Minna menntuð en við héldum Íslendingar guma gjarnan af menntun þjóðarinnar og bent var á hana sem eitt af úrræðunum út úr kreppunni. Vissulega er fjöldi fólks vel menntaður, en rannsóknir sýna að íslensk ungmenni eru minna menntuð en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndunum. 3.7.2010 06:00
Gripin með 26 kíló af smygluðu glingri Fjórir Rúmenar, tveir karlar og tvær konur, voru látin greiða rúmlega 50 þúsund krónur í sekt eftir að þau höfðu verið gripin með um 26 kíló af smygluðum skartgripum í fyrradag. Tollgæslan á Seyðisfirði hafði afskipti af fjórmenningunum sem komu með Norrænu til landsins frá Danmörku. Góssið hafði verið vandlega falið í frambrettum tíu ára gamallar Benz-bifreiðar, að sögn Árna Elíssonar, yfirmanns tollgæslunnar á Seyðisfirði. 3.7.2010 05:00
Erfitt að fá menn að borðinu „Það hefur gengið mjög erfiðlega að koma þessum viðræðum aftur í gang eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars. En það er jákvætt að menn eru nú tilbúnir til að fara í þessa vinnu aftur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. 3.7.2010 04:30
Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2.7.2010 21:04
Stjörnuskandall á HM: Paris Hilton handtekin fyrir að reykja gras Lögreglan í Suður Afríku er sögð hafa handtekið Paris Hilton fyrir að reykja maríúana eða gras. Paris Hilton er nú stödd í Suður Afríku til að horfa á úrslitakeppnina í HM í fótbolta. Hún var á leik Hollands og Brasilíu þegar lögreglan fylgdi henni út af Nelson Mandela vellinum í Port Elizabeth. 2.7.2010 22:37
Þyrla Landhelgisgæslunnar í umferðareftirliti Nú fyrir skömmu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar í Húsadal. Samkvæmt Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er ekki um útkall að ræða - þyrlan sinni umferðareftirliti með lögreglunni. 2.7.2010 22:07
Bobby grafinn upp eftir helgi Stefnt er að því að grafa lík Bobbys Fisher upp í næstu viku samkvæmt heimildum Vísis. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sagðist, í samtali við Vísi, ekki geta staðfest það en hann býst við því að málin skýrist fljótlega eftir helgina. 2.7.2010 22:05
Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2.7.2010 21:27
Hagmunasamtök heimilana ánægð með Gísla Í fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilana er lýst ánægju með tilmæli Gísla Tryggvasonar, umboðsmann neytenda. Samtökin telja að í tilmælum Gísla felist að neytendur séu látnir njóta vafans. 2.7.2010 19:51
Uppboð á köttum á morgun Dýravinir geta bjargað tugum dýra frá svefninum langa á morgun - þegar uppboð á köttum, hundum og kanínum verður í Dýraríkinu. Dýrahjálp Íslands segir neyðina mikla - bæði vegna kreppu og sumarleyfa. 2.7.2010 19:46
Högnuðust um 90 milljarða á stöðutöku gegn krónunni Exista móðurfyrirtæki Lýsingar hagnaðist um tæpa 90 milljarða á stöðutöku gegn krónunni síðasta árið fyrir hrun. Á sama tíma hvatti Lýsing viðskiptavini sína til að taka stöðu með krónunni með því bjóða þeim gengistryggð lán. 2.7.2010 18:33
Talsmaður neytenda sendi skuldurum skilaboð Talsmaður neytenda hefur sent bönkum og bílalánafyrirtækjum landsins tilmæli um að fólk og fyrirtæki með gengistryggð lán greiði aðeins fasta krónutölu af hverri milljón - þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör hinna ólöglegu lána. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tekur vel í tilmælin. 2.7.2010 18:22
Íbúar Djúpavogs þurfa að sjóða neysluvatn Heilbrigðiseftirlit Austurlands fer þess á leit við bæjarbúa Djúpavogs að þeir sjóði neysluvant. Skriða féll úr Búlandsdal í nótt með þeim afleiðingum að vatnsveita Djúpavogs er óvirk og vatn ekki neysluhæft. 2.7.2010 18:06
Gefa ekki upp ráðningarsamning Lúðvíks Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu. 2.7.2010 17:40
Alþingi skipar sjö manna stjórnlaganefnd Alþingi hefur skipað sjö manna stjórnlaganefnd sem ætlað er að undirbúa þjóðfund um stjórnarskrármálefni. Þá er nefndinni ætlað að vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþingi. 2.7.2010 15:19
Fundu marijúana og peninga í íbúð í Vestmannaeyjum Í gærkvöldi gerði lögreglan í Vestmannaeyjum húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum. Við leit í íbúðinni fundust um 55 grömm af marijúana og nokkur grömm af hassi. Húsráðandinn var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann gisti síðastliðna nótt. Hann viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau til eigin nota og neitaði að efnin væru ætluð til sölu. 2.7.2010 15:16
Þorleifur vill að fátækir fái sumarbónus Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í velferðarráði hefur óskað eftir því að ráðið verði kallað saman til aukafundar sem fyrst. Þetta gerir Þorleifur í ljósi þess að hjálparstofnanir hafa lokað fyrir matargjafir í sumar að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Þorleifur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um hvað það kosti borgina að veita 15 þúsund króna sumarbónus til þeirra einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar frá borginni auk fimm þúsund króna vegna barns. 2.7.2010 14:19
Endurheimtu húsið úr höndum Arion banka Eftir gengislánadóma Hæstaréttar hefur 6 manna fjölskylda í Hafnarfirði endurheimt húsið sitt úr höndum Arion banka - sem keypti það á nauðungarsölu í vor. Uppboðið var ógilt nú í vikunni. 2.7.2010 18:26
Talskona Stígamóta: Ánægð með skilning laganna Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vera ánægð með þann skilning laganna að kaup á vændi sé í raun ofbeldi. En karlmaður var dæmdur í morgun til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að kaupa vændi fyrir 15 þúsund krónur. Hún segir í samtali við fréttastofu að aðalatriðið sé að dæmt sé í þessum málum og lögunum sé fylgt eftir og tekin alvarlega. 2.7.2010 15:03
Amfetamínsmygl: Íslenskir lögreglumenn í Þýskalandi Konurnar tvær sem voru handteknar á Seyðisfirði þann 17. júní síðastliðinn með 20 lítra af amfetamínbasa, hafa verið úrskurðaðar í áframhaldandi gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 2.7.2010 13:24
Fékk 80 þúsund króna sekt fyrir að kaupa vændi Héraðsdómur dæmdi í morgun karlmann til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa greitt 15 þúsund krónur fyrir vændi. Þá var annar karlmaður dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur fyrir tilraun til að vændiskaupa. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari segir að verið sé að fara yfir það hvort að dómunum verði áfrýjað en vegna þess hve upphæðin er lág í hvoru tilviki fyrir sig, þarf sérstakt áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti. 2.7.2010 11:57
Hlaupið kemur fram neðan Eldhrauns Vatnsrennsli í Grenlæk í Landbroti hefur fimmfaldast á síðustu dögum. Ástæðan er hlaupið í Skaftá en hluti þess rann út á Eldhraun og Grenlækur rennur undan suðaustanverðu hrauninu, sunnan Kirkjubæjarklausturs. Vatnavextirnir þar koma því fram þremur til fjórum sólarhringum eftir að Skaftárhlaupið náði hámarki í byggð. 2.7.2010 13:28
Ragna fundar með kollegum í Finnlandi Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sat í dag árlegan fund með norrænum ráðherrum útlendingamála í Borgå í Finnlandi. 2.7.2010 13:24
Dómsmáli vegna Urriðafossvirkjunar vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómsmáli sem Flóahreppur höfðaði gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir að neita að staðfesta aðalskipulag hreppsins sem gerði ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Dómari vísaði málinu frá á þeirri forsendu að skipulagsferlið væri hafið að nýju og því ekki lögvarðir hagsmunir af úrlausn máls fyrir dómi. Flóahreppur hefur þegar ákveðið að bera frávísunina undir Hæstarétt, að sögn Margrétar Sigurðardóttur sveitarstjóra. Umhverfisráðherra neitaði að staðfesta aðalskipulagið þar sem Landsvirkjun hafði greitt fyrir skipulagsvinnu. Flóahreppur telur það hins vegar hafa verulega almenna þýðingu að fá úr því skorið hvort lagatúlkun ráðherrans standist. 2.7.2010 13:07
Vilja rýmka heimildir varðandi brot á virðisaukaskattskilum Nýverið var fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi kyrrsetningu á eignum fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. 2.7.2010 13:00
Rannsókn á banaslysi: Beðið eftir að ofninn kólni Rannsókn á því hvað olli banaslysinu í járnblendiverksmiðjunni í Grundartanga fyrr í vikunni er enn ólokið. Sprenging var í einum ofna verksmiðjunnar en ekki er hægt að hefja rannsókn fyrr en ofninn kólnar. 2.7.2010 12:37
Aftur fundað um Icesave Samninganefnd íslenskra stjórnvalda hefur í gær og í dag fundað með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda í Reykjavík um Icesave málið. 2.7.2010 12:28
Gengistrygging: Prófmál þingfest í héraði Prófmál um uppgjör gengistryggðra lánasamninga var þingfest fyrir héraðsdómi í gær. Rati málið fyrir hæstarétt mun dómur réttarins að öllum líkindum eyða óvissu um hvort samningsvextir lánanna standi eða ekki. 2.7.2010 12:21