Innlent

Umferðareftirlit úr lofti

Mynd/Daníel Rúnarsson
Lögreglan stundar umferðareftirlit úr lofti með þyrlu stærstu ferðahelgar sumarsins og fram yfir Verslunarmannahelgina. Auk þess sem hægt er fylgjast vel með umferðinni úr þyrlunni og grípa þá ökumenn sem aka of hratt þá hefur hún einnig forvarnargildi. Þá vita ökumenn að lögreglan er að fylgjast með.

Björn Þórðarson lögreglumaður, sem fylgdist með umferðinni úr þyrlu í gærkvöldi, segir að það stuðli að því að ökumenn aki á réttum hraða. Með þessu  er því reynt að koma í veg fyrir slys af völdum hraðaksturs. Þetta er samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×