Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar í umferðareftirliti

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Húsadal nú fyrir skömmu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Húsadal nú fyrir skömmu.

Nú fyrir skömmu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar í Húsadal. Samkvæmt Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er ekki um útkall að ræða - þyrlan sinni umferðareftirliti með lögreglunni.

„Þetta er samkvæmt samkomulagi við Ríkislögreglustjóra. Þeir hafa gert þetta síðustu sumur, að fylgjast með umferð, og yfirleitt er lögreglumaður með í för," segir Hrafnhildur.

Nú um helgina er spáð góðu veðri og því flykkist fólk á þjóðvegina. Hrafnhildur segir engan þurfa að undra þó þyrla Landhelgisgæslunnar sveimi yfir helstu þjóðvegum.

„Þeir munu vera í svona eftirliti þessar mestu ferðahelgar í sumar," segir hún."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×