Innlent

Fyrrverandi sendiherra: RÚV sýnir okkur fyrirlitningu

Eiður átti sæti á Alþingi á árunum 1978-1993. Síðustu þrjú árin gegndi hann embætti umhverfisráðherra. Eiður var sendiherra á árunum 1993-2009.
Eiður átti sæti á Alþingi á árunum 1978-1993. Síðustu þrjú árin gegndi hann embætti umhverfisráðherra. Eiður var sendiherra á árunum 1993-2009. Mynd/GVA
„Sjónvarp íslenska ríkisins sýnir viðskiptavinum sínum meiri fyrirlitningu en nokkur önnur sjónvarpsstöð," segir Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra.

Í gærkvöldi var klukkutíma seinkun á auglýstri dagskrá Ríkissjónvarpsins vegna þess að framlengja þurfti leik Úrúgvæ og Gana í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Suður-Afríku.

Eiður segir í pistli á heimasíðu að enginn hafi beðist afsökunar á seinkuninni. Það er rakinn dónaskapur að hans mati.

„Ekkert var við því að gera að leikur var framlengdur, en fimbulfambi sjálfumglaðra ,,sérfræðinga" hefði svo sannarlega mátt sleppa. Líklega fá þeir vel borgað fyrir bullið. En það kostar hinsvegar ekki neitt að biðja hlustendur afsökunar. Það hefðu verið mannasiðir," segir Eiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×