Innlent

Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta: Sundlaugin í Þjórsárdal lokuð

Af vef Sunnlenska.
Af vef Sunnlenska.

Ein óvenjulegasta ferðamannasundlaug landsins, sundlaugin í Þjórsárdal, verður ekki opnuð í sumar. Að sögn Sunnlenska, fréttavef Sunnlendinga, er ástæðan sú að Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta á lauginni. Laugin er við hverasvæði í afar sérstöku umhverfi innarlega í Þjórsárdal en starfsmenn sem unnu við Búrfellsvirkjun gerðu laugina fyrir meira en 40 árum.

Sunnlenska vitnar í talsmann Landsvirkjunar, eiganda laugarinnar, sem segir að ráðast þurfi í talsverðar endurbætur áður en mögulegt sé að opna laugina á ný. Landsvirkjun sé að skoða það í samvinnu við sveitarfélagið hvort rétt sé að ráðast í þær endurbætur, ekki síst í því ljósi að sveitarfélagið reki sjálft sundlaug í Árnesi. Laugin nýtur það mikilla vinsælda að á sjötta hundrað manns hafa skráð sig í hóp á Facebook þar sem hvatt er til þess að hún verði opnuð aftur. Síðna er hægt að sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×