Innlent

Þingmaður hyggst mótmæla við Stjórnarráðið

Birgitta Jónsdóttir. Mótmælendur ætla að koma saman fyrir utan Stjórnarráðið næstkomandi mánudag.
Birgitta Jónsdóttir. Mótmælendur ætla að koma saman fyrir utan Stjórnarráðið næstkomandi mánudag.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hvetur til mótmæla við Stjórnarráðið á bloggsíðu sinni. Um er að ræða mótmæli vegna tilmæla Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til fjármálafyrirtækja vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. „Ég ætla að mæta," segir Birgitta.

Boðað er til mótmælanna á Facebook og þar segir meðal annars: „Hvert eru menn að fara með Ísland? Eiga þessar stofnanir að fá leyfi til að hnekkja dómi Hæstarréttar? Látum við þetta líka yfir okkur ganga? Takið með ykkur verkfæri sem búa til mikinn hávaða ásamt spjöldum og öllu öðru sem þið hugsanlega hafið meðferðis."

Mótmælendur ætla að koma saman fyrir utan Stjórnarráðið næstkomandi mánudag klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×