Innlent

Högnuðust um 90 milljarða á stöðutöku gegn krónunni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Exista móðurfyrirtæki Lýsingar hagnaðist um tæpa 90 milljarða á stöðutöku gegn krónunni síðasta árið fyrir hrun. Á sama tíma hvatti Lýsing viðskiptavini sína til að taka stöðu með krónunni með því bjóða þeim gengistryggð lán.

Eignarhaldsfélagið Exista var að miklum hluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona fyrir hrun.

Meðal eigna Exista er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing en félögin eru í sama húsnæði við Ármúla í Reykjavík.

(STANDUP) Á sama tíma og Lýsing, sem staðsett er á þriðju hæð hússins, hvatti sína viðskiptavini til að taka stöðutöku með krónunni í formi gengistryggðra lána voru starfsmenn Exista á hæðinni fyrir ofan að taka stöðu gegn krónunni.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hagnaður Exista af gjaldeyrisviðskiptum á árunum 2007 og 8 metinn á 90 milljarða króna. Stærstu viðskiptin áttu sér stað í ársbyrjun 2007 þegar félagið keypti umtalsvert magn af gjaldeyri sem það síðan seldi með miklum hagnaði eftir hrun krónunnar í lok október 2008.

Þeir viðskiptavinir Lýsingar sem voru með gengistryggð lán fóru hins vegar illa út úr hruni krónunnar enda margfaldaðist höfuðstóll lánanna, sem nú hafa verið dæmd ólögleg.

Fréttastofa reyndi að ná tali að Halldóri Jörgensyni, forstjóra Lýsingar, í dag en án árangurs.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.