Innlent

Þorleifur vill að fátækir fái sumarbónus

Þorleifur Gunnlaugsson.
Þorleifur Gunnlaugsson.

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í velferðarráði hefur óskað eftir því að ráðið verði kallað saman til aukafundar sem fyrst. Þetta gerir Þorleifur í ljósi þess að hjálparstofnanir hafa lokað fyrir matargjafir í sumar að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Þorleifur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um hvað það kosti borgina að veita 15 þúsund króna sumarbónus til þeirra einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar frá borginni auk fimm þúsund króna vegna barns.

Verði boðað til fundar í ráðinu mun Þorleifur leggja til að slíkur sumarbónus verði veittur til fátækra skjólstæðinga velferðarsviðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×