Innlent

Sumarsæla í Skagafirði

Yfirlitssýning á kynbótahrossum er að hófst klukkan tíu á Vindheimamelum í Skagafirði. Ef ekki hefði komið til hrossasóttin í vor stæði þar nú yfir landsmót hestamanna en eftir að því var aflýst ákváðu Skagfirðinga engu að síður að blása til hátíðar í héraðinu þessa vikuna undir heitinu Skagfirsk sumarsæla.

Hrossaræktardagurinn á Vindheimamelum er væntanlega hápunkturinn en auk sýningar kynbótahrossa verða þar ræktunarbúsýningar og stóðhestakynningar í dag. Í kvöld verður svo haldið hestamannateiti í Hótel Varmahlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×