Innlent

Parhús á Þingeyri selt á 75 þúsund krónur

Ísafjarðarbær hyggst selja húsið fyrir 75 þúsund krónur.
Ísafjarðarbær hyggst selja húsið fyrir 75 þúsund krónur.

Ísafjarðarbær hyggst selja 130 fermetra parhús á Þingeyri fyrir 75 þúsund krónur. Bærinn eignaðist húsið á uppboði, auglýsti svo í vor eftir kauptilboðum og samþykkti bæjarráð fyrr í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að eina tilboðinu sem barst, upp á 75 þúsund krónur, yrði tekið. Samkvæmt lýsingu er húsið Fjarðargata 35a steypt parhús, byggt árið 1923. Fasteignamat hljóðar upp á 3,8 milljónir króna en brunabótamat hússins er 18,4 milljónir króna.

Þorleifur Pálsson, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, skýrir þetta lága verð með því að húsið sé í hörmulegu ástandi og þarfnist viðgerða upp á milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×