Fleiri fréttir

Aurskriða féll í Búlandsdal -vatnslaust á Djúpavogi

Aurskriða féll í nótt á vatnsveitumannvirki í Búlandsdal þannig að nú er vatnslaust á Djúpavogi. Starfsmenn hreppsins eru á vettvangi og vinna að lagfæringum. Búist er við að það taki allan daginn, en nú er verið að tengja leilðslu framhjá miðlunarmannvirkjunum þannig að vatn fer að berast til bæjarins, en þó aðeins til brýnustu nauðsynja.

42 prósent styðja ríkisstjórnina

Stuðningur almennings við ríkisstjórnina mældist 42 prósent í könnun, sem Miðlun gerði í nýliðnum mánuði fyrir Morgunblaðið. Þetta er hlutfall meðal þeirra sem tóku afstöðu.

Nágrannar sætti sig við tvöföldun á húsi

Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

Bótasjóði breskra togarasjómanna lokað

Breska ríkisstjórnin hefur lokið bótagreiðslum til breskra togarasjómanna sem misstu atvinnuna í kjölfar þorskastríðanna við Íslendinga á áttunda áratugnum. Heildargreiðslur til hundraða sjómanna frá Aberdeen, Grimsby og Hull nema um 60 milljónum punda, eða rúmlega ellefu milljörðum króna.

Intersport segir starfsfólk sitt svindla

Forsvarsmenn Intersports telja starfsfólk á afgreiðslukössum verslunarinnar misnota aðstöðu sína til að selja skyldmennum sínum vörur með afslætti. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Persónuverndar.

Gott svigrúm til samkeppni

Iceland Express ætlar að hefja flug til Orlando í Flórída í október. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir leiðina vera mjög vinsæla meðal Íslendinga og gott svigrúm sé fyrir samkeppni á markaðnum.

Sælgætisverksmiðjunni fargað

Botn virðist fenginn í mál brjóstsykurs­verksmiðjunnar sem hvarf í Hafnarfirði í fyrrasumar. Einungis tveimur dögum eftir að sælgætis­gerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason sagði frá hvarfi verksmiðju sinnar í Fréttablaðinu fyrir tæpum þremur vikum hafði ungur maður samband við hann og gat varpað nokkru ljósi á atburðarásina.

Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun

Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum.

Rataði aftur í hús skáldsins

Munnharpa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi rataði heim í Davíðshús á Akureyri í vikunni, eftir að hafa verið löngu talin glötuð.

Létu rigninguna ekki trufla sig

Talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi fylgst með tónleikunum Iceland Inspires þegar best lét í Hljómskálagarðinum í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Rigning setti strik í reikninginn fyrsta klukkutímann og voru margir tónleikagesta undir það búnir. Þegar líða tók á kvöldið stytti upp og bættist þá í hóp tónleikagesta.

Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni

Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar.

Fréttaskýring: Almenningur orðið fyrir búsifjum

Til að fá marktækan samanburð á verði milli landa er nauðsynlegt að hafa í huga kaupmátt íbúa þeirra landa sem verið er að bera saman. Í flestum ríkja þriðja heimsins eru matvæli þannig ódýrari en þekkist á Vesturlöndum. Það þýðir hins vegar ekki að íbúar þriðja heims ríkja séu betur settir því sem hlutfall af launum þeirra eru matvæli dýrari en Vesturlandabúar eiga að venjast.

Engin ákvörðun tekin enn

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin í borgarráði varðandi lækkun fasteignamats. Fundað verði um málið í næstu viku.

Nýtt fangelsi boðið út í haust

Bygging nýs gæsluvarðhalds- og skammtímavistunarfangelsis verður boðin út fyrir lok september næstkomandi. Þá hefur dómsmála- og mannréttindaráðherra skipað nefnd sem ætlað er að gera tillögur að langtímaáætlun á sviði fullnustumála, að því er fram kemur í frétt frá dómsmálaráðuneyti.

Segir öskufokið það versta síðan í gosinu

Mikill öskubylur var undir Eyjafjöllum í gær. Ekkert hafði rignt um daginn og fóru vindhviður yfir 40 metra á sekúndu. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir ekki hafa verið mögulegt að vera utandyra þegar hviðurnar voru sem mestar og fokið hafi verið það mikið að skyggni hafi farið undir 300 metra, en vind hafi lægt undir kvöld.

Yfir 40 látnir í hryðjuverkaárás í Pakistan

Talið er að 41 hafi látið og yfir hundrað manns séu særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Pakistan í dag. Árásirnar áttu sér stað í borginni Lahore í Pakistan og er þetta í annað skiptið sem hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í borginni á skömmum tíma.

Evrópukönnun: Vantar mikilvæga spurningu

Sextíu prósent þjóðarinnar eru andvíg aðild að Evrópusambandinu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, segir þetta í samræmi við þá þróun sem átt hefur séð stað síðan Icesave málið kom upp, hins vegar vanti í könnunina þá mikilvægu spurningu hve margir séu hlyntir aðildarviðræðunum sjálfum.

Forstjóri Lýsingar kannast ekki við bílastuld

"Ég veit ekki um neitt sem hefur verið stolið frá okkur," segir Halldór Jörgensson forstjóri Lýsingar. Stöð 2 fjallaði í kvöld um mál manns sem hélt því fram að hann hefði stolið bíl af plani Lýsingar sem tryggingu fyrir peningum sem hann teldi sig eiga inni hjá fyrirtækinu.

Nektardansarar komnir í bikiní

Eigandi nektarstaðarins Goldfinger þurfti að biðja dansarana sína um að fara í bikiní á miðnætti í gær, en þá tók bann við nektardansi á skemmtistöðum gildi. Hann segist líta til biblíusagna, þar sem Adam huldi nekt sína með einu laufblaði.

Skattahækkanir á almenning

Grískur almenningur finnur nú í vaxandi mæli fyrir kreppunni þar í landi en í dag tóku gildi skattahækkanir á matvæli og þjónustu.

Þorsteinn Pálsson: Ólga meðal flokksmanna

Óánægðir sjálfstæðismenn hafa ekki stofnað nýjan flokk eins og rætt var um eftir landsfund. Fyrrverandi formaður segir niðurstöðu landsfundar slæma og að hún þrengi möguleika Sjálfstæðisflokksins til stjórnarsamstarfs á miðju stjórnmálanna. Þá segir hann að töluverð ólga sé í Sjálfstæðisflokknum vegna niðurstöðunnar, en hann er þó ekki á leið úr flokknum. Framkvæmdastjóri flokksins segir fáa hafa sagt sig úr flokknum frá landsfundi.

Íslandsbanki skilar hagnaði

Íslandsbanki, sem er nánast að fullu í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis, heldur áfram að skila hagnaði, en bankinn hagnaðist um 3,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Bankastjórinn segir bankann vel í stakk búinn að takast á við óvissu vegna dóma Hæstaréttar í bílalánsmálunum sökum sterkrar eiginfjárstöðu.

Pókerræningjar í þriggja ára fangelsi

Mennirnir fjórir sem rændu vinningspotti á pókermóti í Þýskalandi fyrr á þessu ári voru í dag dæmdir í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Ránsféð hefur enn ekki komið í leitirnar.

Gengislánaskuldari stal bíl af Lýsingu

Gengislánaskuldari kveðst hafa farið inn á geymslusvæði Lýsingar í nótt og dregið þaðan bíl - til tryggingar endurgreiðslu frá Lýsingu. Hann gefur Glitni 7 daga frest til að veita sér tryggingu fyrir endurgreiðslu og segist ekki ætla að láta það líðast að níðst verði á verkalýðnum til að bjarga fjármálageiranum úr kreppunni.

Festist í gröfu sem valt út í á

Grafa valt út í Sandá í Þistilfirði í dag og festist stjórnandi hennar í henni. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Þórshöfn, Vopnafirði og Húsavík og þá var óskað eftir aðstoð kafara.

Efast um lögmæti starfandi stjórnarformanns OR

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum hafa óskað eftir því að borgarlögmaður leggi faglegt mat á lögmæti ákvörðunar um að skipa Harald Flosa Tryggvason sem starfandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.

Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu

Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is.

Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð

„Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni.

Góð stemning þrátt fyrir rigningu

Milli fimm og sex þúsund manns eru nú í Hljómskálagarðinum á tónleikunum Inspired by Iceland. Tónleikagestir láta rigningu og rok ekki á sig fá. „Það er stemning í bæ," segir Hannes Óli Ágústsson, einn tónleikagesta, sem beið spenntur eftir að sveitin Seabear stigi á stokk.

Meirihluti almennings segir íslensk lög óskiljanleg

Meirihluti lögmanna telur að íslensk lög séu skiljanleg almenningi en aðeins fjórðungur almennings telur aftur á móti að lögin séu skiljanleg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mastersritgerð Söru Bjarkar Hauksdóttur um skiljanleika laga.

Strætó og fólksbifreið lentu í árekstri

Strætó og fólksbifreið lentu í árekstri í Lindarhverfinu um klukkan þrjú í dag. Lögregla og slökkvilið var kölluð á vettvang samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins.

Leikskólar sameinaðir í Reykjavík

Fjórir leikskólar verða sameinaðar í Reykjavík í lok sumars. Þetta er gert til að nýta fjármagn betur og efla fagstarf innan leikskólanna, að sögn Ingunnar Gísladóttur staðgengils sviðsstjóra leikskólasviðs.

Tunglfiskur veiddist við Íslandsstrendur

Sjómenn á Kap VE veiddu Tunglfisk er þeir voru á Makrílveiðum um það bil 60 mílur út af Reykjanesi á dögunum. Frekar sjaldgæft er að tegundin veiðist hér við land en þeir lifa nánast einungis í hlýjum sjó.

Flestir nýnemar komast í draumaskólann

Öllum nemendum úr 10. bekk sem sóttu um að hefja nám í framhaldsskóla í haust hefur verið boðin skólavist. Betur hefur gengið að útvega öllum nýnemum skólavist en undanfarin ár vegna breytts fyrirkomulags á innritun, að því er fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Aukafjárveiting tryggir 135 ungmönnum tímabundin störf

Borgarráð samþykkti fundi sínum í morgun að veita 37,5 milljóna króna aukafjárveitingu til atvinnuskapandi verkefna fyrir 17 til 18 ára ungmenni í borginni í sumar. Auk þess var samþykkt tillaga Vinstri grænna um að veita Topp Starfi í Hinu húsinu 2,5 milljón króna til að skapa fjárhagslegt svigrúm til að ráða ungmenni með fötlun til starfa í sumar.

Lögmannsstofa keypti tónleika Baggalúts

Lögmannsstofa keypti tónleika Baggalúts sem haldnir voru í Nauthólsvík í gær á uppboði í þágu góðs málefnis, en Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur, sem safnað hefur fé í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi fékk hljómsveitina í lið með sér.

Fleiri taka enskupróf eftir bankahrunið

Um 260 hafa tekið TOFEL enskupróf það sem af er ári en prófið er skilyrði fyrir inngöngu í margra erlenda skóla. Eftir bankahrunið meira en þrefaldaðist fjöldi þeirra sem tóku prófið.

Lögreglumenn vilja rafbyssur

Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum fer vaxandi. Á síðasta ári hlutu 38 lögreglumenn varanlegan skaða vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir við skyldustörf en árinu á undan voru þeir 29. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að tryggja verði öryggi lögreglumanna með rafbyssum.

Umboðsmaður krefur LÍN svara

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Lánasjóði Íslenskra námsmanna fyrirspurn vegna innheimtuaðgerða sjóðsins. Sjóðurinn stefndi skuldara og ábyrgðarmanni hans, þrátt fyrir að maðurinn hefði fengið úrskurð um heimild til greiðsluaðlögunar.

Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki námslán

Í nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2010-2011, sem taka gildi í dag, var sett inn ný regla vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og gildir hún líka fyrir skólaárið 2009-2010. Reglan felur í sér að útborgun á viðbótarlífeyrissparnaði kemur ekki til skerðingar á námslánum.

Sjá næstu 50 fréttir