Innlent

Ragna fundar með kollegum í Finnlandi

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sat í dag árlegan fund með norrænum ráðherrum útlendingamála í Borgå í Finnlandi.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ýmis málefni útlendingamála hafi verið rædd á fundinum en efst á baugi voru þó málefni fylgdarlausra barna sem sækja um hæli ein síns liðs á Norðurlöndunum. „Þá voru rædd ýmis málefni tengd endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, einkum til Grikklands."

Þá segir að rædd hafi verið nauðsyn þess að öll ríki sem taka þátt í Dyflinnarsamstarfinu fullnægi þeim skilyrðum sem gerð eru til móttöku hælisleitenda og meðferðar á málum þeirra. „Voru ráðherrarnir sammála um að hin norrænu ríki taki höndum saman við að finna leiðir til að tryggja það markmið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×