Innlent

Þingmaður VG: Mistök að draga umsókn til baka

Mynd/Pjetur

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, telur að það væru mistök að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þetta segir hann í grein í Fréttablaðinu í dag.

Árni Þór segir Vinstri græn eiga að vera óhrædd við að afla stefnu sinni í málinu fylgis. Nauðsynlegt sé hins vegar að ræða málið opinskátt og þess vegna væri óráð að draga umsóknina til baka.

„Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda." Ekki sé heldur trúverðugt að draga umsóknina til baka á grundvelli skoðanakannana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×