Innlent

Meirihlutinn í Reykjavík nýtur mikils stuðnings

Forystumenn meirihlutaflokkanna í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, borgarstjóri.
Forystumenn meirihlutaflokkanna í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, borgarstjóri. Mynd/GVA
Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nýtur stuðnings 71% borgarbúa samkvæmt nýrri könnun sem Miðlun gerði fyrir Morgunblaðið og blaðið greinir frá í dag. Flokkarnir hlutu samanlagt tæp 54% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum þann 29. maí síðastliðinn.

Stuðningur við meirihlutann er áberandi í öllum aldurshópum en langmestur meðal ungs fólks. Borgarstjórnarmeirihlutinn nýtur þannig stuðnings 85% borgarbúa í aldurshópnum 18 til 24 ára og tæplega 77% stuðnings í aldurshópnum 25 til 34 ára. Fleiri konur en karlar styðja meirihlutann eða tæp 74% kvenna á móti 68% karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×