Innlent

Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að berjast fyrir reglum um katthald í bænum.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að berjast fyrir reglum um katthald í bænum.

„Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða.

"Kópavogur er eina sveitarfélagið sem hefur ekki sett reglur um kattahald," segir Guðríður. „Ég hef lengi barist fyrir reglum um kattahald í bænum, nú er tekinn við nýr meirihluti og því aðstaða til að koma þessum reglum í gegn."

Guðríður segir það felast í reglunum að kattaeigundur þyrftu tvisar á ári að koma með ketti í skoðun og þeir þurfi að fá ormalyf og vera skráðir. Þá eigi lausaganga einnig að vera takmörkuð og kattaeigendum gerð skylda að hengja bjöllu á kettina.

„Ástæðan fyrir takmörkunum á lausagöngu er sú að það er mikið fuglalíf á Kársnesinu og það eru dæmi um að kettirnir ráðist á smáfuglana."

Guðríður segir þau tvö dæmi um ágang villikatta sem Vísir hefur fjallað um sýna þörfina á samræmdum reglum um kattahald.

„Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi."






Tengdar fréttir

Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött

Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala.

Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð

„Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×