Innlent

Þyrla sækir alvarlega veikan sjómann

Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Þyrla landhelgisgæslunnar fór í loftið klukkan 11:20 eftir að tilkynning barst um að sjóðmaður um borð í íslensku fiskiskipi væri alvarlega veikur. Skipið er 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga og verður þyrlan, TF Gná, komin að skipinu klukkan 12:20.

Óskað var eftir aðstoð frá danska varðskipinu Vædderen sem er á Ísafjarðardjúpi þar sem Gná er eina þyrlan sem Landhelgisgæslan hefur þessa stundina til að sinna leitar-, eftirlits- og björgunarstörfum yfir öllu landinu og miðunum. Þyrla á danska varðskipinu er til vara fyrir Gná svo hún komist rúmar 100 sjómílur út frá landinu. „Ef ekki væri þyrla til að bakka okkar upp þá komumst við aðeins 20 sjómílur út frá landinu/ströndinni,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×