Innlent

Amfetamínsmygl: Íslenskir lögreglumenn í Þýskalandi

20 lítrar af amfetamínbasa voru faldir í bensíntanki bifreiðarinnar.
20 lítrar af amfetamínbasa voru faldir í bensíntanki bifreiðarinnar. Mynd/lögreglan
Konurnar tvær sem voru handteknar á Seyðisfirði þann 17. júní síðastliðinn með 20 lítra af amfetamínbasa, hafa verið úrskurðaðar í áframhaldandi gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Önnur konan, sem er um fertugt, var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júlí en hin konan, sem er rúmlega þrítug, til 9. júlí. Báðar hyggjast kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Rannsókn málsins miðar ágætlega, segir í tilkynningu frá lögreglunni en íslenskir lögreglumenn eru staddir í Þýskalandi vegna málsins. Þá hafa verið framkvæmdar húsleitir ytra og aðilar yfirheyrðir.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×